fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Egill skilur ekki tuðið um frægu frambjóðendurna – Frekar ætti fólk að kvarta undan atvinnupólitíkusum

Eyjan
Miðvikudaginn 23. október 2024 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segist ekki skilja hver vegna sumir séu að gagnrýna að frægir Íslendingar séu að bjóða sig fram til Alþingis. Þetta sé reynslumikið fólk sem hafi mikið fram að færa. Frekar ætti fólk að kvarta undan því að Íslandi sitji upp með atvinnumenn í pólitík sem margir hafa farið sömu leiðina inn á Alþingi.

Egill bendir á þetta á Facebook þar sem hann skrifar: „

„Ekki skil ég tuð yfir því að fólk hokið af reynslu skuli gefa sig að þingmennsku. Hélt að frekar hefði verið kvartað yfir því að erfitt væri að fá hæft fólk til þingsetu – og við sætum uppi með mikið af atvinnumönnum í pólitík sem hafa farið hefðbundinn tröppugang (ungliðahreyfing, aðstoðarmaður ráðherra, kannski smá blaðamennska).“

Egill telur að það sé fagnaðarefni að reynslumikið fólk gefi kost á sér. Þetta sé fólk með reynslu úr tilteknum mikilvægum málaflokkum, svo sem heilbrigðiskerfi, löggæslu, orkumál og verkalýð.

„Ég sé ekki betur en að það sé fagnaðarefni að fólk eins og Alma Möller, Víðir Reynisson, Halla Hrund Logadóttir, Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Jens Garðar Helgason setjist e.t.v. á þing. Alma með reynslu úr heilbrigðiskerfinu, Víðir gjörkunnugur lögreglu- og öryggismálum. Halla Hrund úr orkumálunum. Ragnar og Sólveig úr verkalýðshreyfingunni, Jens Garðar úr sjávarútvegnum. Og kannski gleymi ég að nefna einhverja – en að kenna þetta við tækifærismennsku er fásinna. Svo ég bæti við þá er löng hefð fyrir því að verkalýðsforingjar setjist á þing – ég gæti rutt upp úr mér fjölda nafna en það bíður betri tíma. Jú, ég gleymi hinum reynslumikla Jóni Gnarr með bakgrunn í borg og menningu.“


 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum
Lögregla rúin trausti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar