fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Eyjan

Máni gefur ekki mikið fyrir þingmenn í almennri vinnu – „Get talið á fingrum annarrar handar“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. október 2024 19:45

Máni Pétursson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sem mér finnst vanta hérna verulega er svona hardcore frjálshyggjuflokkur, sem er bara: „Fyrirgefðu það eru ekki til peningar fyrir þessu, við erum ekki að fara að eyða þessu, við erum ekki að fara að byggja þetta, það eru ekki til peningar fyrir þessu. Gleymið þessu. Það er ekki til neitt sem heitir ábyrg fjármálastjórnun hjá ríkinu eða neins staðar,“

segir Máni Pétursson fjölmiðlamaður í Spjallinu hjá Frosta Logasyni.

Máni segir stjórnmálamenn alltaf hugsa um það að þeir komist næstu fjögur ár á þingið svo þeir geti fengið bitlinginn sinn.

„Frosti hugsaðu þér horfðu yfir þingið sem er þarna núna, bara almennt. Ég væri til í að ráða þennan mann, á sömu launum og hann er með á þingi, hjá mér, sagði enginn aldrei. Ég hugsa; menn sem myndu geta rifið miða fyrir mig á tónleika sem ég er að selja, ég get talið á fingrum annarrar handar, fólk sem er þarna inni, sem ég myndi treysta til að ráða í það djobb,“

segir Máni sem er eigandi umboðsskrifstofunnar Paxel. Hann segir að þegar hann horfi á lista stjórnmálaflokka eigi hann erfitt með að ímynda sér að þessir einstaklingar fengu sömu laun, og þeir fá á þingi, annars staðar.

„Það eru ég og þú sem erum að halda þessu fólki í vinnu. Ég er til í að borga fyrir kennara, ég er til í að borga fyrir heilbrigðiskerfið, löggæslu og dómsstig. Ég er til í að borga fyrir þessa hluti. Ég er líka jafnvel til í að borga þingmönnum einhver smá laun upp á það að gera. En alla þessa vinnu og þetta endalaust lag af fitu, þetta er bara galið.“

Aðspurður segir Frosti að sá flokkur sem hann sjái helst fyrir sér og hann treysti til að taka á þessu máli sé Miðflokkurinn, þó hann hafi ekki séð þá tala um að lækka laun opinberra starfsmanna þá séu þeir á því að minnka báknið.

„Þetta er líka spurning um, heyrðu getum við búið til nýja skatta, og þá er ég ekki að tala um nýja vonda skatta heldur nýja góða skatta. Hlutir sem frjálshyggjuflokkar kæmu með. Eins og til dæmis veðmálafyrirtæki, það liggja fleiri milljarðar í skatttekju þar, það eru allir að gambla á netinu. Ríkið, þeir eru svo miklar rolur, þeir eru ekki enn búnir að klára það. Sama með auglýsingar á áfengi. Þarna búum við til aukatekjur.“

Hlusta má á viðtalið við Mána í heild sinni á Brotkast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun