fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Þórdís Kolbrún svarar fyrir tæplega 14 m.kr. húsnæðisstyrkinn – „Þetta er lögbundið en ekki valkvætt“

Eyjan
Laugardaginn 19. október 2024 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir ekkert athugavert við að hún hafi síðustu átta ár þegið alls 13,8 milljónir í húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur frá Alþingi. Þetta séu lögbundnar greiðslur sem séu greiddar út alveg sama hvort þingmenn haldi heimili á tveimur stöðu, eða ekki.

Eyjan og Vísir greindu í gær frá því að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hafi frá því að hún tók sæti á Alþingi árið 2016 þegið 13,8 milljónir í mánaðarlegar greiðslur sem beinlínis eru ætlaðar þingmönnum sem hafa húsnæðis- og dvalarkostnað bæði á höfuðborgarsvæðinu og í landsbyggðarkjördæmi.

Þetta hafi Þórdís gert sem þingmaður Norðvesturkjördæmis, þrátt fyrir að hún hafi ekki haldið heimili í kjördæminu heldur búið í Kópavogi í áratug.

Þórdís Kolbrún hefur nú svarað fyrir fréttaflutninginn þar sem hún bendir á að greiðslurnar séu lögbundnar en ekki valkvæðar. Hún hefði þó fengið hærri greiðslur ef hún hefði haldið heimili í kjördæmi sínu, það gerði hún þó ekki. Þórdís fjallar sérstaklega um fréttaflutning Vísis sem upphaflega tók aðeins fyrir hennar nafn í frétt, en hefur nú uppfært fréttina með nöfnum fleiri þingmanna sem þiggja sömu greiðslur.

Þórdís skrifar á Facebook:

„Lögbundið en ekki valkvætt – og á við um alla.

Vísir birti í gærkvöld frétt um að ég hefði sem þingmaður Norðvesturkjördæmis þegið greiðslur upp á 13,8 milljónir síðan 2016. Um það vil ég segja eftirfarandi:

Ég hef fengið greitt, eins og allir aðrir þingmenn landsbyggðarkjördæmanna, samkvæmt reglum sem finna má í lögum um þingfararkaup og þingfararkostnað. Þetta kemur til hvort sem þeir halda heimili í kjördæminu eða ekki og á við um þá alla. Séu þeir hins vegar skráðir með lögheimili í kjördæminu fá þeir hærri greiðslur en þetta. Það á ekki við um mig þar sem lögheimili mitt er í Kópavogi og hefur aldrei frá því ég settist á þing verið skráð annars staðar. Einmitt vegna þess að ég held ekki tvö heimili. Gagnrýni á að vera ekki með lögheimili í kjördæminu svaraði ég fyrir átta árum að rétt væri að greiða útsvar þar sem fjölskyldan þiggur þjónustu og rangt væri að þiggja hærri laun þegar ég ræki eitt heimili en ekki tvö.

Þetta er lögbundið en ekki valkvætt. Þingmenn sem það fá rukka það ekki eða þiggja með sérstakri ákvörðun og geta ekki afþakkað það heldur samkvæmt upplýsingum sem ég fékk þegar ég spurðist fyrir um það á sínum tíma.

Hvers vegna Vísir kaus að draga mitt nafn fram í þessu samhengi, á þessum tímapunkti, er vissulega athyglisvert, en auðvelt er að finna lög og reglur um laun og kostnaðaðargreiðslur þingmanna á vef Alþingis, ásamt upplýsingum um greiðslur til hvers og eins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“