fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Alexandra til í að vera varaþingmaður

Eyjan
Föstudaginn 18. október 2024 16:24

Alexandra Briem

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, telur kröftum sínum best varið í að vera áfram í borgarmálunum en hún segist tilbúin að bjóða sig fram til að vera varþingmaður Pírata í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, í komandi alþingiskosningum. Hún gefur því kost á sér í 4-5. sæti á öðrum hvorum framboðslistanum í Reykjavík.

Í tilkynningu á Facebook-síðu sinni segir Alexandra meðal annars:

„Ég trúi á Pírata, ég held að við séum aflið sem Ísland þarf á að halda núna til þess að gera réttlátara samfélag þar sem öll geta tekið þátt. Ég vil leggja allt sem ég get af mörkum í þessari kosningabaráttu sem nú fer í hönd. Ég ætla þó ekki að fara úr borginni að svo stöddu. Við höfum nú þegar mjög öfluga sveit sem gefur kost á sér í efstu sæti og ég veit að við verðum ekki í neinum vandræðum með að manna bestu framboðslista Pírata sem völ er á með því góða fólki.“

Alexandra var kjörinn vararborgarfulltrúi 2018 en varð borgarfulltrúi 2021 og hefur meðal annars verið forseti borgarstjórnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs. Hún skrifar:

„Ég held að mínir kraftar nýtist best í því að halda áfram í borgarstjórn, en vil gefa Pírötum þann kost að geta kallað mig inn á þing í afleysingum, sérstaklega ef til umfjöllunar eru málefni sem varða mína reynslu og þekkingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“