fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Eyjan

Fyrrum samskiptastjóri Pírata segir kjósendum að beina atkvæðum sínum annað – „Ekki sóa atkvæðunum ykkar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 14. október 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill styr hefur staðið um Pírata undanfarnar vikur eftir að kosið var til framkvæmdastjórnar á aðalfundi flokksins þann 7. september sl. Þar átti sér stað töluverð nýliðun í framkvæmdastjórn og ekki voru allir sáttir með aðdraganda kosninganna. Fyrrum samskiptastjóri Pírata, Atli Þór Fanndal, var sakaður um smölun og um að hafa staðið fyrir hallarbyltingu.

Fór svo að nýkjörinn formaður framkvæmdastjórnar, Halldór Auðar Svansson, steig til hliðar og varamönnum gefinn sömu réttindi og aðalmönnum í framkvæmdastjórn. Þeir varamenn sem þessi breyting náði til voru annars vegar fráfarandi formaður framkvæmdastjórnar. Atli Stefán Yngvason og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, fyrrum ritari framkvæmdastjórnar.

Fyrir vikið hefur forysta Pírata verið sökuð um að virða ekki lýðræðislegt kjör til framkvæmdastjórnar og Atla Þóri Fanndal var þar að auki sagt upp störfum. Atli Þór hefur verið gagnrýnin á forystuna undanfarnar vikur og þá sérstaklega gagnrýnt að einkasamtöl hans og nýliða í framkvæmdastjórn voru tekin til umræðu á þingflokksfundi Pírata, en Atli Þór telur þetta brjóta gegn persónuvernd.

Nú liggur fyrir að Alþingiskosningar eru ekki langt undan, en leiða má að því líkur að Atli Þór ætli sér ekki að kjósa Pírata eftir allt havaríið sem á undan hefur gengið.  Hann skrifar á Facebook:

„Hvað heitir það þegar menn nýta sér aðgengi að gæðum sem ekki standa öllum til boða í þágu eigin hagsmuna? Flokkur lýðræðis hefur forustu ekki sættir sig við niðurstöðu kosninga. Breytir þeim bara og slengir vinum sínum sem tapa bara inn í stjórn. Flokkur friðhelgi einkalífsins er með þingflokk sem njósnar um stjórnmálaþátttöku annarra Pírata. Þingflokk sem finnst fullkomlega eðlilegt að safna, dreifa og fjalla um samtöl Pírata um eigin stjórnmálaþátttöku. Og já flokkurinn sem telur sig í andstöðu við spillingu notar aðstöðu þingsins til að hefja kosningabaráttuna. Stundar aðstöðubrask. Ekki sóa atkvæðunum ykkar. Forusta Pírata er eins langt frá gildum Pírata og komist verður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Eigum ekki að fara í ESB bara á efnahagslegum forsendum

Vilhjálmur Egilsson: Eigum ekki að fara í ESB bara á efnahagslegum forsendum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt