fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Listamaður segir Brynjar sjálfan vera með klemmdar rasskinnar – „Hann ætlar nefnilega að sjúga ríkisspenann til æviloka“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 11. október 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks, kom í gær Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra, til varna eftir að hún var harðlega gagnrýnd í grein listamannsins Einars Baldvins Árnasonar. Brynjar ráðlagði listamanninum að finna betri leiðir til að gagnrýna pólitíska andstæðinga en að „sitja við lyklaborðið með samanbitnar varir og klemmdar rasskinnar af reiði og reya að upphefja sjálfan sig með níðskrifum um aðra“.

Sjá nánar: Kemur Áslaugu Örnu til varnar eftir „níðskrif“

Listamaðurinn hefur nú svarað Brynjari í nýrri grein þar sem hann segir að ef einhver sé með klemmdar rasskinnar, þá sé það fyrrum þingmaðurinn sjálfur.

„Það sem stendur þó mest í mér úr skrifum Brynjars er þó ekkert af þessu, heldur sú staðreynd að hann skyldi ætla að ég hefði skrifað greinina mína með klemmdar rasskinnar. Hví ætli hann haldi það? Á því er bara ein sálfræðileg skýring – Brynjar er vanur að klemma þær sjálfur, daginn út og inn – í þeirri veiku von að hans eigin flokkur hætti að ríða honum í rassgatið.“

Einar segir að greinilega hafi verið sannleikskorn að finna í skrifum hans um Áslaugu Örnu enda hafi Sjálfstæðisflokkurinn ræst Brynjar úr Valhöll til að „vinna skítaverk drottnara sinna“. Brynjar sé þó í óþægilegri stöðu, eins og aðrir íhaldssamir Sjálfstæðismenn. Forysta flokksins hati Brynjar  og „niðurlægir hann stöðugt, vitandi að hann hefur ekki kjark til að fara annað“.

„En menn þurfa jú auðvitað að verja hagsmuni sína, og þeir eru ríkir hjá Brynjari. Hann ætlar nefnilega að sjúga ríkisspenann til æviloka – nú í nýrri vinnu hjá mannréttindaráði vinstri grænna. Það er vinna við hæfi, því þetta er auðvitað Sjálfstæðisstefnan í hnotskurn: að nota ríkisvaldið til þess að skapa vinnu fyrir vini sína.“

Einar segist sjálfur hafa haft gaman að Brynjar í gegnum tíðina, jafnvel þótt mikið til hans koma. En sá Brynjar sé löngu dauður „kæfður af flokki sem heldur  honum í gíslingu sem nytsömum sakleysingja, bolabít sem fær stundum að fara út og gelta og góla sig hásan, svo fólk geti ekki heyrt það sem almenningur og jafnvel flokksmenn hvísla og hrópa nýr hærra og hærra – að Sjálfstæðisflokkurinn vinni ekki fyrir fólkið í landinu.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun