fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

First Water búið að slátra 1.000 tonnum af laxi á árinu

Eyjan
Fimmtudaginn 10. október 2024 11:39

Amelía Ósk Hjálmarsdóttir, stöðvarstjóri á Laxabraut í Þorlákshöfn, með lax úr áfangaslátruninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landeldisfyrirtækið First Water í Þorlákshöfn hefur það sem af er ári slátrað 1.000 tonnum af heilum og slægðum laxi. Til samanburðar slátraði fyrirtækið alls 365 tonnum á síðasta ári og er aukningin til marks um þann mikla kraft sem settur hefur verið í uppbyggingu First Water og framleiðslu fyrirtækisins.

„Við erum verulega stolt af þessum áfanga og er óhætt að segja að hann gefur starfsfólkinu enn jákvæðari sýn á þau markmið sem við höfum sett okkur. Þetta markmið er í höfn og við erum bara rétt að byrja en stefnan er sett á að í árslok hafi 1.500 tonnum af laxi verið slátrað hjá okkur árið 2024,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water.

Seiðaeldisstöð að Öxnalæk í Ölfusi sér fyrirtækinu fyrir öllum laxaseiðum þess, en vegna hinnar hröðu uppbyggingar stendur til að byggja nýja tæknivædda og vandaða seiðastöð, í Þorlákshöfn, svo auka megi afkastagetuna enn frekar.

„Við gerum ekkert nema gera það vel og nýja seiðaeldisstöðin verður þar engin undantekning.  Við höfum nú þegar sett saman teymi sérfræðinga til að annast rekstur og uppbyggingu seiðaeldisstöðvanna og það verður spennandi að sjá afrakstur þeirrar vinnu,“  segir Eggert Þór Kristófersson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“