fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Eyjan

Orðsporsmorð eru eitt sterkasta vopn Donald Trump – Nú beinir hann spjótum sínum að Kamala Harris

Eyjan
Þriðjudaginn 1. október 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump og Kamala Harris standa í kjánalegu stíði um franskar kartöflur. Í eyrum flestra virðist þetta eflaust ansi kjánalegt en þetta gæti hafa meiri áhrif á forsetakosningarnar en margir geta ímyndað sér í sínum villtustu draumum.

Trump er hataður og elskaður en óháð því hvað fólki finnst um hann, þá er almenn samstaða um að hann búi yfir sérstökum hæfileika til að gera út af við orðspor fólks. Hann virðist ná sífellt betri tökum á þessari kúnst og nú hefur hann fundið smáatriði í æviágripi Kamala Harris sem hann hefur stungið hnífnum í og reynir að stilla henni upp sem lygara.

Allt snýst þetta um franskar kartöflu og virðist þetta vera byrjað að virka hjá Trump.

Harris hefur margoft sagt frá því að áður en hún fékk fyrsta starf sitt sem lögmaður á níunda áratugnum, hafi hún starfað um skamma hríð á veitingastað McDonald‘s.

Ef hún sigrar í forsetakosningunum, verður hún fyrsti forsetinn sem hefur unnið á McDonald‘s veitingastað.

Það eru þeir fátækustu og lægri millistéttin sem sækja McDonald‘s staðina mest og það er því engin tilviljun að Harris segi frá starfi sínu hjá þessari þekktu skyndibitakeðju.

„Hugsið um það. Tvo börn úr millistéttinni. Stúlka frá Oakland í Kaliforníu, sem var alin upp af vinnandi móður. Ég var í sumarstarfi á McDonald‘s,“ sagði Harris.

Hún ber þar með uppvöxt sinn saman við uppvöxt Trump í ríkidæmi og reynir að draga upp þá mynd að Trump sé ekki í tengslum við hinn almenna borgara en það sé hún hins vegar.

Trump hefur heldur betur gripið þetta á lofti og heldur því fram að um lygi sé að ræða en eins og yfirleitt hjá honum, þá færir hann engar sannanir fyrir því.

„Hún er lygari. Hún vann ekki á McDonald‘s. Hún sagðist hafa unnið á McDonald‘s, er það ekki?“ sagði hann á kosningafundi í Tucson í Arizona. Hann lét síðan svipuð orð falla á kosningafundi í Pennsylvania.

Á kosningafundi í Norður-Karólínu gerði hann grín að frásögn Harris og sagði hana ljúga og að hann muni sjálfur fá sér vinnu á McDonald‘s. „Ég sé um frönsku kartöflurnar,“ sagði hann fundargestum til mikillar skemmtunar.

Með þessu breiðir Trump úr sögu um að Harris sé lygari og þessi frásögn hans er að ná góðri fótfestu. Aðferðinni hefur hann beitt margoft en hún gengur einfaldlega út á að endurtaka sömu lygina nógu oft og þar með nær hún fótfestu sem sannleikur, að minnsta kosti í huga margra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gunnarsson: Brjóta hefði átt upp stjórnarsamstarfið 2021 – aftur tækifæri þegar Katrín sagði af sér

Jón Gunnarsson: Brjóta hefði átt upp stjórnarsamstarfið 2021 – aftur tækifæri þegar Katrín sagði af sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hápunktur sjúklingsferilsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Hápunktur sjúklingsferilsins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðbrandur Einarsson skrifar: Vinnuþrælar verðbólgunnar

Guðbrandur Einarsson skrifar: Vinnuþrælar verðbólgunnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Peningamaskínan Trump selur úr á 13 milljónir

Peningamaskínan Trump selur úr á 13 milljónir