fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Eyjan

Spyr hvort Inga Sæland hafi dottið á höfuðið – málflutningur hennar sé tjara

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 29. janúar 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland er harðlega gagnrýnd í aðsendri grein á Eyjunni í dag. Tilefnið er vantrauststillagan sem hún lagði fram í Svandísi Svavarsdóttur í síðustu viku en dró síðan til baka eftir að upplýst var um alvarleg veikindi ráðherrans. Greinarhöfundur veltir því fyrir sér hvort Inga hafi dottið á höfuðið.

„En sumt er óútreiknanlegt, líka Inga Sæland. Er hún þó ekki ein um það. Þegar gott fólk og skynsamt, kemur með mál, sem mér finnst engin glóra í, hálfgerða tjöru, hugsa ég stundum, skyldi viðkomandi, hér Inga, hafa runnið til í hálku og slegist léttilega með höfuðið utan í svellbunka! Rétt svona skammtíma ruglingur,“ skrifar Ole Anton Bieltvedt.

Hann rifjar upp að Inga hafi verið sammála hvalveiðibanni Svandísar þegar það var tilkynnt í júní á síðasta ári. Henni hafi orðið svo mikið um myndband af dauðastríði langreyðar, sem Svandís sýndi á fundi atvinnuveganefndar Alþingis 23. júní sl., að hún hafi gengið hágrátandi út af fundinum.

Ole Anton gagnrýnir Ingu fyrir að taka formið fram yfir málefnið, sem ávallt hljóti að skipta mestu máli. Þá skrifar hann að Kristján Loftsson og starfsmenn Hvals beri mikla ábyrgð á því að ráðherrann hafi fengið þau gögn sem knúðu hana til að banna hvalveiðar svo seint að hún hafi neyðst til að banna veiðarnar með nánast engum fyrirvara.

Segir hann málflutning Ingu vera hálfgerða tjöru.

Grein Ole Antons í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Skagi verður nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar

Skagi verður nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vanrækt pólitík og glötuð tækifæri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vanrækt pólitík og glötuð tækifæri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formannsslagurinn í KSÍ: Póstur frá kennara á Akureyri – skipuleg aðför að Guðna?

Formannsslagurinn í KSÍ: Póstur frá kennara á Akureyri – skipuleg aðför að Guðna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Er viss um að Katrín sé ánægð með Trump

Er viss um að Katrín sé ánægð með Trump