fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Þórhallur gengur til liðs við Góð samskipti

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 10:13

Þórhallur Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar, hefur gengið til liðs við ráðgjafarfyrirtækið Góð samskipti sem sérstakur ráðgjafi (e. associated partner).

Í fréttatilkynningu kemur fram að Þórhallur mun sinna stjórnendaþjálfun og stjórnendaráðgjöf fyrir viðskiptavini Góðra samskipta og nýta þar reynslu sína af fjölmiðlastörfum og sem stjórnandi. Þórhallur hefur gegnt krefjandi stjórnunar hlutverkum í meira en tvo áratugi, fyrst sem ritstjóri Kastljóssins um árabil, síðar sem dagskrárstjóri RÚV og framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Sagafilm – þar sem hann sat einnig í stjórn fyrirtækisins. Síðast var Þórhallur framkvæmdastjóri miðla Sýnar en sagði starfi sínu lausu í byrjun sumars.

Þórhallur lærði leiklist og útskrifaðist síðar með M.A.-gráðu í sjónvarpsþáttagerð frá Goldsmiths-háskólanum í London. Hann er kvæntur Brynju Nordquist og búa þau saman í Vesturbæ Reykjavíkur.

Þórhallur og Andrés Jónsson, stofnandi Góðra samskipta, hafa á síðustu árum í sameiningu þjálfað hátt í fimm hundruð stjórnendur í íslensku atvinnulífi.

„Það er fengur fyrir viðskiptavini Góðra samskipta að fá aukinn aðgang að dýrmætri innsýn og leiðsögn Þórhalls. Við Þórhallur þekkjumst vel eftir að hafa kennt saman í meira en áratug og þar af fimm ár í MBA-náminu í Háskóla Íslands. Eitt helsta einkenni Þórhalls sem stjórnanda hefur verið að láta aðra skína, finna hæfileikafólk og beita uppbyggilegri endurgjöf við að hjálpa því að uppgötva og þróa sinn stjórnunarstíl. Ég hlakka mikið til að vinna með honum að fleiri slíkum verkefnum á næstunni,“ Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góðra samskipta,“ er haft eftir Andrési í fréttatilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn