fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Rúmlega 12 milljarða gjaldþrot dótturfélags Landsbankans

Eyjan
Föstudaginn 30. ágúst 2024 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið í þrotabúi Lindir resources ehf, fjárfestingafélagi sem var að stærstum hluta í eigu Landsbanka Íslands. Félagið, sem sérhæfði sig í fjárfestingum í orkuiðnaði og náttúruauðlindum, var úrskurðað gjaldþrota þann 20. febrúar síðastliðinn. Lýstar kröfur í búið voru alls 12.124.264.099 en engar eignir fundust í búinu.

Félagið var stofnað af  tók til starfa árið 2008 en um var að ræða dótturfélag Straumborgar ehf., fjárfestingafélags Jóns Helga Guðmundssonar, sem gjarnan er kenndur við Byko, og fjölskyldu, og Flóa ehf., félags í eigu framkvæmdastjóra félagsins Gunnlaugs Jónssonar. Var félagið stofnað utan um hluti í þremur olíuleitar – og vinnslufélögum sem staðsett voru í Noregi og Kanada. Nam verðmæti hlutanna um 3-5 milljörðum króna.

Hlutirnir gengu þó ekki upp og verðmæti hlutanna í olíuleitar- og vinnslufélögunum lækkaði mikið. Árið 2013 óskaði Straumborg eftir nauðasamningum við lánadrottna sína. Í framhaldi af því keypti Landsbankinn, sem var helsti lánadrottinn fyrirtækisins, alla eignarhluti Straumborgar í Lindum resources og yfirtók jafnframt kröfur Straumborgar á hendur dótturfélagsins. Átti Landsbankinn þa 78% hlut í félaginu en félag Gunnlaugs, Flói ehf, átti áfram 22% hlut.

Bankinn rak félagið áfram í rúman áratug og freistaði þess að endurskipuleggja félagið og snúa rekstri þess við en allt kom fyrir ekki. Samtímis gjaldþroti Lindir resources var áðurnefnt eignarhaldsfélag Gunnlaugs, Flói ehf, úrskurðað gjaldþrota.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“