fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

„Óþekkt og almennt slugs orðið hluti af mannréttindum barna”

Eyjan
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 09:30

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson samfélagsrýnir segist hafa haft nokkra skemmtun af því að fylgjast með viðbrögðum forystu kennarasambanda vegna lakari námsárangurs grunnskólabarna með hverju árinu. ,,Þau verða ekkert gáfulegri þótt þessi kennarafélög, sem eru nánast orðin kvenfélög, velji karla til forystu. Sumt er gamalt og gott og úreldist því ekki. Fyrirkomulag þar sem takmarkaður árangur næst mætti hins vegar úrelda fyrr.

Brynjar segir nám ekki vera einkamál kennslufræðinga og menntavísindamanna og það séu kjörnir fulltrúar okkar sem bera ábyrgð á skólastarfi og kennslu. Í færslu á Facebook segir Brynjar að það sé í þessum málaflokki líkt og mörgum öðrum að stefnumótun og ákvarðanir eru faldar öðrum, ,,gjarnan svokölluðum ,,fagaðilum eða ,,sérfræðingum, sem auðvitað bera enga ábyrgð á endanum.

,,Nú er svo komið að grunnskólabörn eru nánast ólæs, óskrifandi og geta ekki lagt saman tvo og tvo. Sérfræðingarnir og fagaðilarnir hafa nefnilega komist að því að ástundun og próf, sérstaklega samræmd próf, valdi þeim vanlíðan og hræðilegast af öllu er að þau þurfi að taka ábyrgð á nokkru í lífi sínu. Þess vegna er óþekkt og almennt slugs orðið hluti af mannréttindum barna. Það er eins og engum af þessum sérfræðingum átti sig á því að slakur árangur í námi mun valda þeim mestri vanlíðan, einkum þegar fram í sækir,“ segir Brynjar.

,,Nám og skólastarf er til að undirbúa börnin fyrir lífið þannig að þau geti verið þátttakendur í samfélaginu, nýtt hæfileika sína og tekist á við mótlæti, sem óhjákvæmilega dúkkar upp reglulega. Lykilatriði í því er sæmileg lestrar- og reiknikunnátta ásamt aga og ábyrgð. Stjórnmálamenn geta ekki yppt öxlum og bent á sérfræðinga á sama tíma og kunnátta barnanna versnar. Og það þýðir ekki fyrir forystu kennarasambanda að þvaðra á sama tíma að aðrir hafi ekki vit á þessu og það sem virkaði betur hér á árum áður sé úrelt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Lærdómur sögunnar

Björn Jón skrifar: Lærdómur sögunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Þegar á reynir leitar fólk til Kirkjunnar

Guðrún Karls Helgudóttir: Þegar á reynir leitar fólk til Kirkjunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?