fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Eyjan

Stjórnarandstaðan ánægð með árangurinn í þinglokasamningum

Eyjan
Föstudaginn 21. júní 2024 11:55

Frá Alþingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þinglokasamningar náðust á fundi formanna allra stjórnmálaflokka á Alþingi laust fyrir miðnætti í gær. Í sameiginlegri tilkynningu stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi er árangri í samningunum fagnað.

„Stærstu tíðindin eru þau að ríkisstjórnin fellst á sameiginlegar breytingartillögur allra flokka í stjórnarandstöðu við örorkufrumvarp félagsmálaráðherra. Stjórnarmeirihlutinn stefnir að afgreiðslu lögreglulaga og frumvarps um stofnun Mannréttindastofnunar en frumvarpi um slit ÍL-sjóðs verður frestað að kröfu stjórnarandstöðu.“

Bent er á að frumvörpum um lagareldi og breytingar á sóttvarnarlögum verði einnig frestað auk frumvarpa um vindorku og raforkulög þar sem stjórnarflokkarnir náðu ekki saman.

„Þá má nefna að kröfu Flokks fólksins verða engar breytingar gerðar varðandi nýtingu persónuafsláttar eldra fólks sem er búsett erlendis nema að undangenginni athugun efnahags- og viðskiptanefndar,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir enn fremur:

„Stjórnarandstaðan gekk sameinuð til þinglokasamninga og fagnar árangri þeirra. Þar munar mestu um að sameiginlegum lágmarkskröfum stjórnarandstöðu um breytingar á örorkufrumvarpi verður mætt að verulegu leyti:

  • Heimilisuppbót hækkar þannig að enginn öryrki verður í verri stöðu en áður.
  • Hnykkt verður á því að enginn sem er nú þegar með örorkumat verði þvingaður í svokallað „samþætt sérfræðimat“ – sem enn hefur ekki verið útfært.
  • Alþingi fær skýrslu frá ráðherra um útfærslu á þessu nýja mati áður en það verður innleitt og velferðarnefnd mun fjalla um það.
  • Sett verður inn ákvæði um endurskoðun á áhrifum virknistyrks á stöðu öryrkja í atvinnuleit.

Ríkisstjórnin féllst ekki á að afnema skerðingu á tekjum öryrkja vegna fjármagnstekna maka að svo stöddu en málið verður tekið til skoðunar í samstarfi fjármála- og efnahagsráðuneytis og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis.

Stjórnarandstaðan harmar að samgönguáætlun hafi ekki verið kláruð vegna innbyrðis óeiningar hjá ríkisstjórnarflokkunum. Sú áætlun sem var lögð fram var algjörlega ótæk til afgreiðslu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Andri Snær gefur lítið fyrir boð Stefáns Einars – „Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral?“

Andri Snær gefur lítið fyrir boð Stefáns Einars – „Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dans og leikur í Marbella – kennitöluflakk til Möltu?

Svarthöfði skrifar: Dans og leikur í Marbella – kennitöluflakk til Möltu?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún Frostadóttir á lista með Lamine Yamal og Becky G

Kristrún Frostadóttir á lista með Lamine Yamal og Becky G
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?