fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Eyjan

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Eyjan
Laugardaginn 11. maí 2024 12:09

Dagur B. Eggertsson og Guðlaugur Þór Þórðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa orðið hlessa í morgun þegar hann las viðtal við Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis, orku- og loftslagsráðherra,  í Morgunblaðinu í morgun. Í viðtalinu lýsir Guðlaugur Þór því yfir að Sundagöng séu fýsilegri kostur en hin langþráða Sundabraut og bendir á ýmis rök máli sínu til stuðnings. Segir Dagur að um algjöra kúvendingu sé að ræða hjá ráðherranum sem hafi skammað sig árum saman fyrir að vera hlynntari gangnagerð en hraðbraut ofanjarðar.
„Lengi er von á einum. Ég hugsa að mörgum áhugamönnum og samgöngur og Sundabraut hafi svelgst á morgunkaffinu í morgun. Alla vega þeim hluta þeirra sem sjá Moggann. Ekki hef ég tölu á því hvað Guðlaugur Þór Þórðarson og Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn og á Alþingi hefur úthúðað mér og Samfylkingunni fyrir þá skoðun að Sundabraut í göngum ætti að vera fyrsti kostur á þeirri framkvæmd – frekar en brú,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína.
Útskýrir Dagur að skammirnar hafi dunið á honum síðan hann leiddi samráðshóp með íbúum í Laugardal og Grafarvogi sem komst að þeirri niðurstöðu, í apríl 2006, að Sundagöng væri fyrsti valkostur sem hafi síðan orðið tillaga borgarstjórnar.

Nokkrum árum of seinn á vagninn

„Í Morgunblaðinu í dag er kostulegt viðtal við Guðlaug Þór þar sem hann þylur upp öll rökin fyrir Sundagöngum – og gerir að sínum: umhverfisrök, að hraðbrautir eigi ekki heima í íbúabyggð, sjónræn rök og náttúruverndarrök, „friðaðar fjörur og fjölskrúðugt dýralíf“. Hann leggur meira að segja beinlínis til að Sundagöng verði skoðuð í þeirri vinnu við útfærslu Sundabrautar sem nú fer fram og verði fjármögnuð með veggjöldum – í báðum tilvikum er hann reyndar nokkrum árum of seinn á vagninn því í samkomulagi okkar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra frá 2021, sem unnið hefur verið eftir síðan var einmitt talað skýrt um hvoru tveggja. Nema skilja eigi Gulla þannig að hann vilji ganga ennþá lengra og krafan sé að Sundabraut eigi að vera í göngum, líka undir Geldinganes og alla leið upp á Kjalarnes, eða þá að hún verði alls ekki að veruleika,“ skrifar Dagur.
Hann skýtur svo á Sjálfstæðismenn og veltir fyrir sér hvort að ekki sé hægt að lesa út úr viðtalinu þá kröfu að undirbúningur og hönnun framkvæmdarinnar, sem er orðin eitthvað þreyttasta þrætuepli stjórnmálanna, fari aftur á upphafsreit.
„Öðru vísi mér áður brá. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn hætti jafnframt ruglanda sínum og rangfærslum um að áhersla mín á Sundagöng sé fyrst og fremst tilraun til að tefja málið? Nei, ætli lærdómurinn sé ekki eitthvað á þá leið að farsælast sé að standa vörð um almannahagsmuni, vinna með íbúum, láta rökin ráða og vera tilbúinn að standa dálítið fast í ístaðinu þótt á ýmsu gangi,“ skrifar borgarstjórinn fyrrverandi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Diane Keaton er látin

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vextir og verðbólga: Seðlabankinn í sjálfheldu – vítahringur verðtryggingar og skammsýni

Vextir og verðbólga: Seðlabankinn í sjálfheldu – vítahringur verðtryggingar og skammsýni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa Sjálfstæðismanna – hver er munurinn á Reykjavík og Kópavogi?

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa Sjálfstæðismanna – hver er munurinn á Reykjavík og Kópavogi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Hreinsanir í borgarstjórn – konur áfram í valdastöðum

Orðið á götunni: Hreinsanir í borgarstjórn – konur áfram í valdastöðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri býður sig fram til varaformanns

Snorri býður sig fram til varaformanns
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingibjörg vill verða varaformaður Miðflokksins

Ingibjörg vill verða varaformaður Miðflokksins