fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Eyjan
Sunnudaginn 21. apríl 2024 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Ingu Bjarkar á Facebook en þar segist hún að Samfylkingin hafi sofnað á verðinum í veigamiklum mannréttindarmálum og því eigi hún ekki lengur samleið með flokknum.

„Ég hef aldrei ætlast til þess að þau séu stærsta og eina málið, heldur einfaldlega að þau séu með. Í bylgju hinsegin hatursorðræðu og ofbeldis voru engin viðbrögð frá flokknum. Síðar var Arnþrúði Karlsdóttur, sem rekur útvarpsstöð sem básúnar hatursorðræðu gegn hinsegin fólki og innflytjendum, boðið að tala á fundi. „Við erum á leið út úr bergmálshellinum“ var viðkvæðið,“ skrifar Inga Björk og segir að hún og fleiri hinsegin einstaklingar innan flokksins hafi þurft að útskýra að  líf þeirra og réttindi gætu aldrei verið til umræðu.

„Myndirðu leyfa einhverjum að ausa fúkyrðum yfir maka þinn eða barnið þitt í matarboði og taka umræðuna? Að konan þín sé nú ekki barnaníðingur en þú berir virðingu fyrir ólíku sjónarmiði? Nei, þú myndir vísa manneskjunni út. Það er vont að þurfa að útskýra að það að leyfa útvarpskonu sem hefur verið dæmd fyrir hatursorðræðu, að láta gamminn geysa, hefur áhrif á líf mitt, fjölskyldu minnar og alls annars hinsegin fólks. Það er vont að þurfa að opna sig upp að kviku til að reyna að fá fólk til að hlusta. Að lokum var hætt við fundinn, en kveðjurnar í kjölfarið voru ekki hlýjar,“ skrifar Inga Björk.

Stefnubreytingar kynntar en ekki til umræðu

Þá hafi ályktun, sem Inga Björk kom að, um stöðu innflytjenda og umsækja um alþjóðlega vernd ekki verið samþykkt heldur vísað til umfjöllun í lokuðum málefnahóp.
„Það getur verið eðlilegt að gera það undir ákveðnum kringumstæðum en í þennan hóp hafa aðeins ákveðnir flokksmenn fengið boð um þátttöku. Þetta eru vinnubrögð sem ég man ekki eftir á þeim áratug sem ég hef verið virk innan flokksins. Það sama er uppi á teningnum í öðrum málaflokkum þar sem stefnubreytingar sem unnar eru í lokuðum hópum sérfræðinga eru kynntar en eru ekki til umræðu,“ skrifar Inga Björk og nefnir að auki fleiri dæmi sem benda að hennar mati til þess að Samfylkingin hafi sofnað á mannréttindavaktinni.
„Ég hef verið með með hnút í maganum síðast liðið ár. Mannréttindi eru reipitog og Samfylkingin hefur látið sinn enda á jörðina. Afleiðingarnar verða miklar fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum. Þetta er einn þáttur af mörgum sem valda því að ég þarf, eftir langan aðdraganda innan flokksins, að segja mig frá starfi Samfylkingarinnar. Þetta er erfið ákvörðun eftir að hafa lagt nótt við dag fyrir jafnaðarstefnuna, en hún er rétt. Ég mun því segja af mér varaþingmennsku og öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn,“ skrifar Inga Björk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu