fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Eyjan
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að upp sé komin sú vandræðalega staða að skoðanakannanafyrirtækið Gallup reynist vera með nána tengingu við einn frambjóðanda í forsetakjörinu, Katrínu Jakobsdóttur. Staðfest er að samskiptafyrirtækið Aton JL sjái um hönnun og útlit fyrir framboð Katrínar en eignatengsl eru milli þess og Gallups. Það getur ekki annað en valdið tortryggni þegar skoðanakannanir verða birtar í aðdraganda kosninganna.

Í síðasta tölublaði Heimildarinnar segir um þetta orðrétt: „… Aton JL sér um hönnun og útlit fyrir framboð Katrínar. Huginn Freyr Þorsteinsson er tengill fyrirtækisins við framboðið. Hann er einn eigenda Aton JL og á síðasta ári varð hann stjórnarformaður GALLUP eftir að félag sem er að hluta í eigu Hugins, Hamarshylur, keypti Gallup. Hann hefur lengi verið innanbúðarmaður hjá Vinstri grænum og var til að mynda aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar þegar hann var ráðherra …“

Þessi augljósu og miklu tengsl framboðs Katrínar Jakobsdóttur við skoðanakannanafyrirtækið Gallup hljóta að valda mikilli tortryggni og gera fyrirtækið ótrúverðugt í aðdraganda forsetakosninganna.

Orðið á götunni er að eðlilegt sé að meta fyrirtækið vanhæft að þessu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grace skrifar: Frá Íslandi til umheimsins – Gracelandic, saga þrautseigju og sjálfbærni

Grace skrifar: Frá Íslandi til umheimsins – Gracelandic, saga þrautseigju og sjálfbærni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Ríkið, það er ég

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Ríkið, það er ég
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hreinsanir í borgarstjórn – konur áfram í valdastöðum

Orðið á götunni: Hreinsanir í borgarstjórn – konur áfram í valdastöðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: „Þorðu að vera þjóðrækinn“

Björn Jón skrifar: „Þorðu að vera þjóðrækinn“