fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Svanhildur Konráðsdóttir: Harpa er hús í sérflokki – innanhússhagkerfið hátt í fimm milljarðar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harpa er hús í algerum sérflokki og er til dæmis eina húsið í þeim flokki fasteigna sem fellur undir flokkinn tónlistar- og ráðstefnuhús hjá Þjóðskrá sem gefur út fasteignamat húsa á Íslandi, sem fasteignagjöld eru reiknuð eftir. Eftir brokkgenga byrjun í samstarfi eigenda Hörpu, ríkis og borgar, er Harpa komin á lygnan sjóð hvað varðar samstarfið og eftir mikið þras er komin ásættanleg niðurstaða í hið svonefnda fasteignagjaldamál. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir hagkerfið bara innan Hörpu slaga hátt í fimm milljarða á ári, þegar allt sé talið til. Svanhildur er gestur Ólafs Arnarsonar í Markaðnum á Eyjunni.

Markadurinn - Svanhildur Konradsdottir - 5.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Svanhildur Konradsdottir - 5.mp4

„Okkar rekstrartekjur eru kannski á bilinu einn og hálfur milljarður, eða eitthvað svoleiðis. Það er nánast annað eins sem veltur í gegnum miðasöluna og það slagar upp í það, er kannski aðeins minna, veltan í veitingaþjónustunni. Bara þetta þrennt, svo við horfum á þessar tölur, þá sérðu hvert við erum komin – við erum að tala um einhverja hátt í fimm milljarða, sem er hagkerfið innan Hörpu,“ segir Svanhildur.

Hún segir þetta ekki birtast allt í rekstrartölum Hörpu og ekki heldur tekjurnar af þeim þúsund hótelherbergjum sem gjarnan séu leigð út í borginni í tengslum við einstaka viðburði í húsinu. Hún segir það ekki úr vegi að skoða sérstaklega þessi afleiddu efnahagsáhrif af starfseminni í Hörpu.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Á tímabili gengu skeytasendingar milli eigenda Hörpu þar sem ríkið sakaði Borgina m.a. um að innheimta allt of há fasteignagjöld af húsinu og borgin benti á að fasteignagjöldin byggðu einfaldlega á fasteignamatinu, sem ríkið bæri ábyrgð á. Er kominn botn í þessi mál? Er komin lausn sem er til góðs fyrir Hörpu?

„Það er alveg rétt að fyrstu árin voru mjög erfið hvað þetta varðar, bæði það að það voru mögulega óraunhæfar væntingar um tekjuöflun og svo hvað kostnaðurinn yrði lágur á móti. Svo er auðvitað hið margfræga og títtnefnda fasteignagjaldamál. Það er ekki skemmtileg staða fyrir stjórnendur hér, sem þá voru, að þurfa að fara í mál við eigendur sína. Það er ekki góð staða, og þurfa síðan á sama tíma að stóla á framlög til þess að láta dæmið ganga upp. Þetta voru erfiðir tímar en það var einmitt þannig að ríkisstofnunin Þjóðskrá vinnur fasteignamatið og á grundvelli þessa fasteignamats leggur borgin á sín fasteignagjöld – ergo: fasteignamatið var mjög hátt og þá verða gjöldin mjög há og miklu hærri en gert hafði verið ráð fyrir hér á þessum stað.“

Eftir að málið fór alla leið upp í Hæstarétt taldi Harpa sig hafa unnið málið en þá kom Þjóðskrá með krók á móti bragði, koma með nýtt fasteignamat sem metið var út frá tekjuvirði en ekki stofnkostnaði og heldur var ekkert markaðsvirði til fyrir hús eins og þetta. Tekjuvirðið var hins vegar þrefalt það sem var raunverulegt tekjustreymi af húsinu. Svanhildur segir þessu hafa tvívegis verið áfrýjað til yfirfasteignamatsnefndar eftir að hún kom inn í Hörpu. Málið hafi síðan endað með því að Þjóðskrá stofnaði nýja flokk sem samkvæmt hennar bestu vitund nái yfir eitt hús á landinu. Flokkurinn er tónlistar- og ráðstefnuhús og fasteignagjöldin af Hörpu nema um 340 milljónum á ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Hide picture