fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Svandís snýr aftur

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 11:31

Svandís Svavarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir greinir frá því á Facebook-síðu sinni að á morgun muni hún snúa aftur úr veikindaleyfi og taka til starfa á ný sem matvælaráðherra. Eins og kunnugt er greindist Svandís nýlega með brjóstakrabbamein en í færslunni segir hún að horfurnar séu góðar. Svandís skrifar:

„Kæru vinir, ég vona að þið hafið notið páskahátíðarinnar. Ég kem aftur til starfa á morgun að loknu veikindaleyfi. Meðferðin hefur gengið afbragðs vel, horfur góðar og mér líður vel. Framundan er eftirlit og eftirfylgni, bjartsýni og fullvissa um bjartari tíð. Ég er þakklát fyrir allar kveðjurnar, hlýjuna og góðar óskir og hlakka til verkefnanna framundan!“

Áður en Svandís fór í veikindaleyfið hafði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagt fram vantrauststillögu á hana. Tillagan var lögð fram einkum vegna þeirrar niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að tímabundið bann sem Svandís setti við hvalveiðum hafi ekki verið í samræmi við lög.

Inga dró tillöguna til baka þegar Svandís fór í veikindaleyfið en boðaði að hún yrði lögð fram aftur þegar Svandís myndi snúa á ný til starfa. Líklega má því búast við að tillagan verði lögð fram á ný þegar Alþingi kemur saman eftir páskaleyfi 8. apríl næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“