fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Kjartan Ragnars: Olíufurstar sagðir koma sterkir inn í bitcoin

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. mars 2024 13:30

Kjartan Ragnars, regluvörður Myntkaupa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverjar vísbendingar eru um að ekki séu það einungis stórir stofnanafjárfestar sem nú sæki af auknum krafti inn í Bitcoin. Orðrómur er um að olíufurstar í Miðausturlöndum séu einnig farnir að fjárfesta, m.a. sást til sheiksins í Quatar á fundi með Bukele, forseta El Salvador, en bitcoin er lögeyrir þar í landi. Kjartan Ragnars, regluvörður Myntkaupa, segir nýja fjárfesta nú vera búna að kynna sér eignaflokkinn mun betur en fyrir örfáum árum. Kjartan er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Kjartan Ragnars - 4.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Kjartan Ragnars - 4.mp4

„En það sem er líka kannski áhugaverðara finnst mér, svona fyrir þá sem eru að hugsa þetta til lengri tíma, frekar en að vera alltaf að horfa á toppana sem vissulega hafa farið hækkandi þá er ekki síður áhugavert að skoða botnana. Hingað til hefur þetta verið svona fjögurra ára hringrás sem atvikast alltaf í kringum þessa helmingun. Toppurinn hefur verið að nást svona tólf til sextán mánuðum eftir helmingun, en þetta er svolítið sérstakt núna. Þetta er í fyrsta skipti í þessari 15 ára sögu sem við náum að slá toppinn á síðasta bolamarkaði fyrir helmingunina,“ segir Kjartan.

Hann bætir því við að vissulega sé það breyting nú þessi mikla innkoma stofnanafjárfesta í bitcoin. „Hún er af það miklum krafti að margir velta fyrir sér hvað valdi því að þeir séu að kaupa þetta svona gríðarlega aggressíft. Það var alls konar orðrómur kominn á kreik og ég hef nú lært að taka slíku með fyrirvara.

Nýjasti orðrómurinn er að sheikarnir í Miðausturlöndum  séu komnir í þetta. Einhver var að fjalla um það á Twitter að sést hefði til sheiksins í Quatar á fundi með forseta El Salvador, Bukele, sem vakti mikla athygli 2022. Þá gerði hann bitcoin að lögeyri í landinu og var að kaupa mikið fyrir þeirra fjárhæðir á verði sem menn töluðu um að hann væri bara að sturta gjaldeyrisforðanum í klósettið en heldur betur er það ekki að reynast tilfellið.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Hann segir einhverja vera á þeirri skoðun að nú sé mögulega að hefjast eitthvert kapphlaup og ef sheikarnir séu að fara inn í bitcoin sé leikurinn breyttur. Sheikarnir þurfi ekki að fylgja neinum ferlum og reglum heldur geti þeir einfaldlega millifært ef þeir vilji kaupa bitcoin. hann segist þó ekki vita hvað sé hæft í slíkum orðrómi.

Hann segir merkjanlegan mun á stemningunni núna og 2021 þegar hann horfi til Myntkaupa. „Þá vorum við miklu smærra fyrirtæki. Við byrjuðum árið 2021 með 1.100 viðskiptavini en þeir eru núna 13.600. Ég man að flestum sem komu inn í bitcoin 2021 fannst þetta spennandi og vildu græða pening.“

Kjartan segir að upp á síðkastið, ekki síst áður en hækkanirnar miklu byrjuðu í ársbyrjun, hafi verið áberandi að þeir sem voru að koma nýir inn hafi verið búnir að kynna sér eignaflokkinn vel og viðmótið sé að þeir treysti sínum sparnaði ekki í neinu öðru en bitcoin núna. Trú á krónur og aðra gjaldmiðla sem verið sé að prenta í gríð og erg fari þverrandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Hide picture