fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Þriðja forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá á Bessastöðum?

Eyjan
Sunnudaginn 17. mars 2024 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru aðeins nokkrar vikur í að framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl næstkomandi og leikar því farnir að æsast. Stærstu tíðindi síðustu daga voru eflaust þau að Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og fyrrum forstjóri, gaf það út að hann myndi ekki sækjast eftir embættinu.

Nafn hans hefur farið hátt frá áramótum og ljóst að hann hefði orðið sterkur kandídat í kosningunum.

Baldur og Halla láta líklega slag standa

Baldur Þórhallsson og Halla Tómasdóttir eru tvö önnur nöfn sem hafa verið ofarlega í umræðunni en allt bendir til þess að þau láti slag standa. Halla hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu þar sem gera má ráð fyrir að framboði verði lýst yfir.

Sterkt teymi hefur svo myndast í kringum framboð Baldurs en tæplega 20 þúsund manns skráðu sig á stuðningsmannasíðu framboðsins á stuttum tíma sem var eftirtektarverður árangur.

Þá hefur verið hávær umræða um framboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, en verði af því má búast við því að framboðið líti ekki dagsins ljós fyrr en á lokametrunum.

Sjá einnig: Niðurstöður síðustu könnunar

Jón Gnarr líklegur

Aðrir hugsanlegir frambjóðendur eru Jón Gnarr, Alma Möller, Eyjólfur Guðmundsson og Salvör Nordal. Er borgarstjórinn fyrrverandi þar líklegastur en hann hefur gefið það út að ákvörðunin verði kynnt í kringum páskana.

Þeir frambjóðendur sem þegar hafa lýst yfir framboði eru ekki taldir líklegir til stórræðna í kjörinu. Þó ber að nefna það að Arnar Þór Jónsson, lögfræðingur, á afar dygga stuðningsmenn sem hafa gert það að verkum að hann skilar góðum niðurstöðum í vefkosningum sem þessum.

Við spyrjum því í þriðja sinn:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn