fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

„Taktu skrefið/take the leap!” – Sýnileikadagur FKA 2024

Eyjan
Mánudaginn 4. mars 2024 10:47

Konur gátu fengið portrait mynd af sér á Sýnileikadegi hjá Huldu Margréti Óladóttur ljósmyndara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fullur salur var í Arion banka á dögunum þegar konur sóttu hvatningu, innblástur á Sýnileikadegi FKA 2024 þar sem Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion banka, opnaði daginn. Fundarstýra dagsins var Ósk Heiða Sveinsdóttir, fyrrum formaður FKA Framtíðar og framkvæmdastjóri Viðskiptavina hjá Póstinum. Elín, Auður og Inga hjá Birta Media ræddu um mikilvægi þess að treysta innsæinu og vegferðinni og Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarps hjá SÝN, var með einlæga hvatningarræðu.

„Taktu skrefið/take the leap!” var yfirskriftin á Sýnileikadeginum í ár en hann var haldinn í Arion banka í streymi fyrir félagskonur FKA í fjórða sinn.

Tengslamyndun og kynning á starfi FKA fór fram í hléi og þar var boðið upp á léttar veitingar, lukkuhjól með glæsilegum vinningum og konur gátu fengið portrait mynd hjá Huldu Margréti Óladóttur ljósmyndara, tilvalið til að birta með greinaskrifum, umsókn eða bara fyrir prófílinn. Justine Vanhalst hjá Hringvarma var með erindið „What do YOU want? Go and get it!“ og félagskonan, fyrrum Þakkarviðurkenningarhafi FKA og fyrsta íslenska konan sem skipuð var sendiherra í íslensku utanríkisþjónustunni, Sigríður Ásdís Snævarr, lokaði vel heppnuðum degi. Umræður voru á sviðinu í lok dags áður en dagskrá var slitið

Sögulega ömurlegir tímar.

Þemað í ár náði vel til viðstaddra og hvert erindið á fætur öðru hvatti konur til þess að taka breytingum fagnandi, vera áræðnar og láta drauma sína rætast.

„Konur sækja innblástur til þess að vaxa bæði persónulega og faglega á deginum og einmitt vegna þess að það eru sögulega ömurlegir tímar þá er mikilvægt að næra sig, efla andann og halda áfram er kemur að ná jafnrétti, verða sjálfbær og móta framtíð sem felur í sig frið,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA.

Í sýnileikanefnd FKA 2024 eru þær Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir, sviðsstjóri sviðs fólks, upplýsinga og þróunar, hjá Vinnueftirlitinu, Aníka Rós Pálsdóttir, viðskipta- og þjónusturáðgjafi, Anna Liebel, stjórnandi hlaðvarpsins Genius Leadership hjá Anna Liebel ehf., Kathryn Gunnarsson eigandi og stofnandi Geko, Steinunn Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi og ráðgjafi, og Veronika Guls, markaðsstefnuráðgjafi.

Sýnileikadagurinn sló enn eitt þátttökumetið og þakkir færðar samstarfsaðilunum Arion banka, SÝN og Coca Cola á Íslandi sem er aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA sem fagnar 25 ára afmæli á starfsárinu.

Í tilkynningu frá FKA eru konur hvattar til að fjárfesta í sér, setja sig á dagskrá og taka þátt í félagsstarfi félagsins. Ljósmyndarinn Cat Gundry Beck tók myndir á deginum.

Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdarstýra og framleiðandi hjá Úlfatíma og Redhead sem er í stjórn viðskiptanefndar FKA og Andrea Ýr Jónsdóttir framkvæmdastjóri Heilsulausna, hjúkrunarfræðingur og ritari FKA.
Dominika Madajczak formaður Nýsköpunarnefndar FKA.
Guðrún Gunnarsdóttir stofnandi Fastus og varaformaður FKA, Helga Jónsdóttir hjá Högum og Elfa Björk Björgvinsdóttir eigandi 22 Hill Hotel.
Fanney Ösp Finnsdóttir hjá Blue Lagoon Iceland og Guðrún Snorradóttir stjórnendamarkþjálfi og eigandi Human leader.
Halla María Svansdóttir framkvæmdarstjóri Hjá Höllu í Grindavík en öflug deild er hjá FKA á Suðurnesjum og hringinn í kringum landið.
Sjöfn Arna Karlsdóttir hjá HMS sem er stjórnarkona í FKA Framtíð.
Iða Brá Benediktsdóttir aðstoðarbankastjóri Arion banka opnaði daginn.
Ósk Heiða Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptavina hjá Póstinum var fundarstýra dagsins.
Auður Ögn Árnadóttir og Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir eigendur 17 sorta.
Málfríður G. Blöndal eigandi Norðurbakka Hafnarfirði og Hanna Guðlaugsdóttir framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd.
Marianne Ribes formaður FKA New Icelanders, Helga Björg Steinþórsdóttir stjórnarkona FKA, stofnandi og með eigandi AwareGO, Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, markþjálfi og eigandi vefmiðilsins Salina og Kristín Björg Jónsdóttir eigandi Polarn O Pyret.
Sýnileikanefnd FKA 2024 frá vinstri: Veronika Guls, Anna Liebel, Aníka Rós Pálsdóttir, Steinunn Ragnarsdóttir, Kathryn Gunnarsson og Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir.
Achie Afrikana hjá Fletna Korean skincare að ræða við listakonurnar Michelle Bird og Sóley Stefánsdóttur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“