The Washington Post skýrir frá þessu. Hæstiréttur Colorado kvað upp þann dóm 19. desember að nafn Trump megi ekki standa á kjörseðlum þegar Repúblikanar efna til forvals fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember.
Ástæðan er hlutur Trump í árásinni á þinghúsið í Washington þann 6. janúar 2021. Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Trump hafi átt hlut að máli og að ræða hans þar sem hann hvatti æstan múginn til að ráðast á þinghúsið falli ekki undir ákvæði fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem tryggir landsmönnum tjáningarfrelsi.
Í Maine komst innanríkisráðherrann, Shenna Bellows, að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að verða forseti Bandaríkjanna ef maður hefur hvatt til uppreisnar gegn stjórnarskránni sem maður hefur svarið hollustueið.
Lögmenn Trump og hann sjálfur hafa hafnað því að hann hafi átt hlut að máli varðandi árásina á þinghúsið.