fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Trump áfrýjar dómi um að hann sé ekki kjörgengur

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 16:30

Trump tjáði sig að sjálfsögðu um þetta .Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hefur áfrýjað niðurstöðu hæstaréttar í Colorado, um að hann sé ekki kjörgengur í ríkinu, til hæstaréttar Bandaríkjanna. Hann biður hæstarétt einnig um að taka afstöðu til niðurstöðu innanríkisráðherra Maine um að hann sé ekki kjörgengur.

The Washington Post skýrir frá þessu. Hæstiréttur Colorado kvað upp þann dóm 19. desember að nafn Trump megi ekki standa á kjörseðlum þegar Repúblikanar efna til forvals fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember.

Ástæðan er hlutur Trump í árásinni á þinghúsið í Washington þann 6. janúar 2021. Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Trump hafi átt hlut að máli og að ræða hans þar sem hann hvatti æstan múginn til að ráðast á þinghúsið falli ekki undir ákvæði fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem tryggir landsmönnum tjáningarfrelsi.

Í Maine komst innanríkisráðherrann, Shenna Bellows, að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að verða forseti Bandaríkjanna ef maður hefur hvatt til uppreisnar gegn stjórnarskránni sem maður hefur svarið hollustueið.

Lögmenn Trump og hann sjálfur hafa hafnað því að hann hafi átt hlut að máli varðandi árásina á þinghúsið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember