fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Hugmyndir um forsetaefni komnar á flot eftir óvænt útspil Guðna

Eyjan
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að strax sé farið að tala um alvöruframboð til embættis forseta Íslands eftir að Guðni Th. Jóhannesson kom öllum á óvart með því að tilkynna brottför sína úr embættinu. Þá er átt við menn sem gætu átt erindi í stöðu forseta og hefðu möguleika á að hljóta til þess brautargengi. Þegar eru alls konar grínarar byrjaðir að reyna að vekja á sér athygli með innistæðulausum upphlaupum. En hér eru nefndir til sögunnar þrír alvörukandidatar til þessa mikilvæga embættis.

Orðið á götunni er að þeir Dagur Eggertsson borgarstjóri, Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri gætu allir tekið að sér hlutverk forseta og gegnt því með sóma. Þeir eru þjóðþekktir, hafa góða menntun og eiga hver um sig glæsilegan starfsferil að baki.

Dagur er 51 árs og lætur af starfi borgarstjóra en tekur við hlutverki formanns borgarráðs Reykjavíkur þann 16. janúar. Hann er læknir að mennt og hefur verið virkur í félagsmálum og forystu allt frá táningsaldri. Hann var Inspector í Menntaskólanum í Reykjavík, keppti fyrir skólann í Morfískeppni, var formaður Stúdentaráðs og tók sæti í borgarstjórn Reykjavíkur árið 2002. Allt frá árinu 2010 hefur hann verið helsti ráðamaður borgarinnar og borgarstjóri frá árinu 2014. Hann gegndi stöðu varaformanns Samfylkingarinnar um skeið.

Ólafur Jóhann Ólafsson er einn vinsælasti og virtasti rithöfundur þjóðarinnar. Hann hefur sent frá sér hverja metsölubókina af annarri. Hann lauk háskólaprófum frá virtum háskólum í Bandaríkjunum eftir að hafa lokið við Menntaskólann í Reykjavík og kvatt skólann með hæstu meðaleinkunn sem þá hafði náðst við skólann. Ólafur Jóhann starfaði hjá alþjóðlegum risafyrirtækjum vestan hafs um árabil en flutti svo heim og hefur einbeitt sér að ritstörfum síðan. Hann er 61 árs að aldri.

Magnús Geir útskrifaðist einnig úr MR og tók við starfi Inspectors næstur á eftir Degi. Hann nam leikhúsfræði í Englandi og tók svo við rekstri leikhúsa á Íslandi og á glæsilegan feril að baki, fyrst hjá minni leikhúsum, síðan í starfi leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, svo Borgarleikhússins og loks Þjóðleikhússins eftir að hafa gegnt stöðu útvarpsstjóra RÚV í sjö ár. Magnús er 51 árs.

Viðbúið er að margir geti boðið sig fram til embættis forseta að þessu sinni. Þjóðin hefur upplifað mörg delluframboð á undanförnum árum sem hafa ekki skipt neinu máli. Má þar nefna sem dæmi Ástþór Magnússon, Elísabetu Jökulsdóttur, Davíð Oddsson, Guðmund Franklín, Andra Snæ Magnason og Sturlu Jónsson vörubílstjóra. Þessir munu væntanlega ekki láta á sér kræla núna en viðbúið er að einhverjir aðrir með einkennilegan húmor og undarlegt sjálfsmat muni nota tækifærið.

Orðið á götunni er að með Degi, Ólafi Jóhanni og Magnúsi Geir séu þegar komin upp nöfn alvöruframbjóðenda sem gætu gegnt forsetaembættinu með sóma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“