fbpx
Föstudagur 22.september 2023
Eyjan

Reykjavíkurborg hyggst selja Perluna

Eyjan
Fimmtudaginn 7. september 2023 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á eign Reykjavíkurborgar Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð við Varmahlíð 1.

Hitaveita Reykjavíkur byggði Perluna og var hún opnuð árið 1991 og varð fljótlega eitt helsta kennileiti borgarinnar. Reykjavíkurborg keypti Perluna árið 2013 og síðar tvo vatnstanka af Orkuveitu Reykjavíkur. Á þeim tíma sem kaupin fóru fram stóð rekstur hússins ekki undir sér og tekjur rétt nægjanlegar fyrir fasteignagjöldum og lóðarleigu.

Algjör viðsnúningur

Í tilkynningu frá borginni kemur fram að á þeim tíu árum sem liðin eru frá kaupum borgarinnar á Perlunni hefur orðið algjör viðsnúningur á rekstrinum og standa tekjur vel undir kostnaði. Húsnæðið var auglýst til leigu og er núverandi leigutaki Perla norðursins ehf. sem hefur þróað hana sem áhugaverðan áfangastað í Reykjavík.

Perlan hefur síðustu ár tekið miklum breytingum og hýsir núna sýningar auk veitingastaða. Perlan er einn af aðaláfangastöðum ferðamanna í borginni, og frá útsýnispallinum er magnað útsýni yfir höfuðborgarsvæðið og fjallahringinn. Í Perlunni er fjöldi sýninga þar á meðal íshellir, stjörnuver og gagnvirkar sýningar um íslenska náttúru og menningu. Þessar eignir bjóða upp á aukin tækifæri og möguleika til áframhaldandi þróunar og ekki sjálfgefið að Reykjavíkurborg sé besti aðilinn til að þróa þessar eignir áfram. Stærð hússins og tanka er um 5800 fermetrar og er fasteignamat 3.942.440.000 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dómsmálaráðherra vill reyna að fækka umsóknum um alþjóðlega vernd – Boðar ný frumvörp

Dómsmálaráðherra vill reyna að fækka umsóknum um alþjóðlega vernd – Boðar ný frumvörp
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Meint ógnarstjórn Söru Lindar hjá Ríkiskaupum sögð lama starfsemina – þekkingu kastað út – nær allir sérfræðingar horfnir á þremur árum

Meint ógnarstjórn Söru Lindar hjá Ríkiskaupum sögð lama starfsemina – þekkingu kastað út – nær allir sérfræðingar horfnir á þremur árum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jakob Frímann: Látum útlenska ferðamenn borga fyrir hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur – fjármögnum innviði með því að láta notendur greiða

Jakob Frímann: Látum útlenska ferðamenn borga fyrir hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur – fjármögnum innviði með því að láta notendur greiða
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump telur Joe Biden ekki of gamlan til að bjóða sig fram til forseta

Donald Trump telur Joe Biden ekki of gamlan til að bjóða sig fram til forseta
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum samherjar hnakkrífast „fyrir allra augum“ – „Ég kenni í brjósti um þig Hannes“

Fyrrum samherjar hnakkrífast „fyrir allra augum“ – „Ég kenni í brjósti um þig Hannes“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stefnulausa og sundraða ríkisstjórn hunsa hag almennings – fjármálastjórnin valdi rússnesku vaxtastigi

Segir stefnulausa og sundraða ríkisstjórn hunsa hag almennings – fjármálastjórnin valdi rússnesku vaxtastigi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Pólitíkusinn Pawel freistar þess að verða viðkunnalegri með óvenjulegum hætti

Pólitíkusinn Pawel freistar þess að verða viðkunnalegri með óvenjulegum hætti
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hundrað ára

Óttar Guðmundsson skrifar: Hundrað ára