fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Eyjan

Grafalvarleg fjárhagsstaða borgarinnar

Eyjan
Fimmtudaginn 7. september 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sex mánaða rekstraruppgjör fyrir tímabilið janúar-júní 2023 sýnir að fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er afar slæm. Ekkert lát er á glórulausri skuldasöfnun borgarinnar þrátt fyrir stórauknar tekjur. Ljóst er að taprekstri og skuldasöfnun Reykjavíkurborgar verður ekki snúið við á yfirstandandi ári,“ segir í tilkynningu sem Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur sent frá sér.

Kjartan bendir á að rekstur borgarinnar á fyrstu sex mánuðum ársins sé 12,8 milljörðum undir fjárhagsáætlun en borgin var rekin með 6,7 milljarða tapi fyrstu sex mánuði ársins.

Kjartan telur að skuldahækkun Reykjavíkurborgar gefi að mörgu leyti skýrari mynd af rekstrinum en sjálfur rekstrarreikningurinn: „Á einungis sex mánuðum, frá ársbyrjun til júníloka, hækkuðu skuldir borgarsjóðs um tuttugu milljarða króna (19.668.226.000) og skuldir samstæðu borgarinnar um tæpa 33 milljarða (32.567.704.000).“

Kjartan bendir á að skuldir borgarsjóðs áttu að nema 194 milljörðum við árslok en hafi þegar náð þeirri tölu í lok júní. „Ljóst er að skuldirnar munu aukast enn frekar á seinni helmingi ársins og líklegt er að fyrir árslok verði þær komnar yfir 200 milljarða króna,“ segir hann.

Kjartan segir ennfremur:

„Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar, jafnt borgarsjóðs og borgarfyrirtækjanna, er mikið áhyggjuefni. Ekkert sveitarfélag getur byggt rekstur sinn á lántökum árum og jafnvel áratugum saman eins og gerst hefur í Reykjavík. Og á tímum verðbólgu og hárra vaxta er slík stefna beinlínis hættuleg. Aldrei hefur verið mikilvægara að borgarstjórn Reykjavíkur nái saman um aðgerðir til að binda enda á langt tímabil taprekstrar og skuldasöfnunar.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu