fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Kínverjar afhjúpa „aðlögunaráætlun“ fyrir Taívan

Eyjan
Föstudaginn 22. september 2023 08:00

Taívanskar F-16 vélar. Mynd: EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverska ríkisstjórnin hefur afhjúpað „nýja leið í átt að aðlögun“ við Taívan. Hún inniheldur meðal annars tillögu um hvernig á að gera Taívönum auðveldara að búa, stunda nám og vinna í Kína. Á sama tíma og þessi áætlun var kynnt til sögunnar efndu Kínverjar til stórrar heræfingar nærri Taívan.

Taívan er kínverskum stjórnvöldum mikill þyrnir í augum því þau telja eyríkið vera órjúfanlegan hluta af Kína og hefur Xi Jinping, forseti, sagt að Taívan muni sameinast Kína á endanum, jafnvel þótt beita þurfi hervaldi.

The Guardian segir að á sama tíma og kínversk stjórnvöld kynntu tillögu sína hafi þau sent fjölda herskipa austur fyrir Taívan. Stærsta flota sem þau hafa sent nærri Taívan árum saman. Sérfræðingar segja að með þessu hafi Kínverjar sent þau skilaboð til Taívana að þeir geti valið á milli friðsamlegrar „sameiningar“ eða hernaðarátaka.

Þegar aðlögunartillagan var kynnt kom fram að strandhéraðið Fujian verði „sýningarsvæði“ fyrir þessa aðlögun.

Tillagan er í 21 lið og kveður meðal annars á um að Taívönum verði gert kleift að búa í Fujian og fá aðgang að félagslega kerfinu, að fleiri taívanskir nemendur verði teknir inn í skóla í Fujian og að umfangsmikilli samvinnu verði komið á í iðnaði. China Daily sagði að með þessu sé ætlunin að dýpka aðlögun ríkjanna við Taívansund á öllum sviðum og hraða friðsamlegri sameiningu Taívan við meginlandið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum