fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Eyjan

Kínverjar afhjúpa „aðlögunaráætlun“ fyrir Taívan

Eyjan
Föstudaginn 22. september 2023 08:00

Taívanskar F-16 vélar. Mynd: EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverska ríkisstjórnin hefur afhjúpað „nýja leið í átt að aðlögun“ við Taívan. Hún inniheldur meðal annars tillögu um hvernig á að gera Taívönum auðveldara að búa, stunda nám og vinna í Kína. Á sama tíma og þessi áætlun var kynnt til sögunnar efndu Kínverjar til stórrar heræfingar nærri Taívan.

Taívan er kínverskum stjórnvöldum mikill þyrnir í augum því þau telja eyríkið vera órjúfanlegan hluta af Kína og hefur Xi Jinping, forseti, sagt að Taívan muni sameinast Kína á endanum, jafnvel þótt beita þurfi hervaldi.

The Guardian segir að á sama tíma og kínversk stjórnvöld kynntu tillögu sína hafi þau sent fjölda herskipa austur fyrir Taívan. Stærsta flota sem þau hafa sent nærri Taívan árum saman. Sérfræðingar segja að með þessu hafi Kínverjar sent þau skilaboð til Taívana að þeir geti valið á milli friðsamlegrar „sameiningar“ eða hernaðarátaka.

Þegar aðlögunartillagan var kynnt kom fram að strandhéraðið Fujian verði „sýningarsvæði“ fyrir þessa aðlögun.

Tillagan er í 21 lið og kveður meðal annars á um að Taívönum verði gert kleift að búa í Fujian og fá aðgang að félagslega kerfinu, að fleiri taívanskir nemendur verði teknir inn í skóla í Fujian og að umfangsmikilli samvinnu verði komið á í iðnaði. China Daily sagði að með þessu sé ætlunin að dýpka aðlögun ríkjanna við Taívansund á öllum sviðum og hraða friðsamlegri sameiningu Taívan við meginlandið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að bíta í skottið á sér

Steinunn Ólína skrifar: Að bíta í skottið á sér
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fær 4.197 krónur fyrir 35 tíma vinnu – „Hvernig getum við hagað okkur svona?“

Fær 4.197 krónur fyrir 35 tíma vinnu – „Hvernig getum við hagað okkur svona?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Las ráðherra svarið ekki yfir?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Las ráðherra svarið ekki yfir?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vill skattleysi eldri borgara – segir þá búna að leggja sitt af mörkum á langri ævi

Vill skattleysi eldri borgara – segir þá búna að leggja sitt af mörkum á langri ævi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fullveldisráðstefna Dansk-íslenska félagsins í Veröld, húsi Vigdísar

Fullveldisráðstefna Dansk-íslenska félagsins í Veröld, húsi Vigdísar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný vörn gegn hökkurum í augsýn – Keystrike hefur tryggt sér 150 milljón króna fjármögnun

Ný vörn gegn hökkurum í augsýn – Keystrike hefur tryggt sér 150 milljón króna fjármögnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áttatíu starfsmenn missa vinnuna hjá Controlant

Áttatíu starfsmenn missa vinnuna hjá Controlant
Eyjan
Fyrir 1 viku

Uppsagnir hjá Controlant – Starfsmenn boðaðir á fund hver á fætur öðrum til uppsagnar

Uppsagnir hjá Controlant – Starfsmenn boðaðir á fund hver á fætur öðrum til uppsagnar