fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Eyjan

Segir hluthafa í samkeppnisfyrirtæki aldrei myndu samþykkja þann óþarfa fjármagnskostnað sem fjármálaráðherra vill að íslenska ríkið greiði

Eyjan
Fimmtudaginn 21. september 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Pálsson segir afstöðu fjármálaráðherra og flokks hans leiða til þess að sumir njóti betri kjara á fjármálamörkuðum en aðrir og íslenska ríkið greiði miklu hærri fjárhæðir í vexti en þörf væri á – fjárhæðir sem nota mætti í heilbrigðis- og velferðarkerfið.

Ríkissjóður Íslands greiðir hærra hlutfall af þjóðarútgjöldum í vexti en skuldugustu ríki Evrópu. Vaxtaútgjöld eru tvöfalt hærri en útgjöld öflugustu hervelda álfunnar til varnarmála,“ skrifar Þorsteinn Pálsson af kögunarhóli á Eyjunni í dag.

Ástæðan fyrir hinum miklu vaxtagreiðslum, sem standa í vegi fyrir því að Ísland standist fyllilega samanburð við nágrannalönd, sem eru með svipaða skattheimtu, á sviði heilbrigðis- og velferðarþjónustu er að íslenska ríkið þarf að borga miklu hærri vaxti af skuldum sínum en önnur lönd í Evrópu.

Orsök þessa er er gjaldmiðillinn, íslenska krónan, vegna þess að vextir í þessum litla gjaldmiðli eru miklum mun hærri en gerist í stærri og stöðugri gjaldmiðlum.

Flokkur fjármálaráðherra talar fyrir meiri hagkvæmni í rekstri ríkissjóðs. En hann er á móti hagkvæmni þegar kemur að fjármagnskostnaði. Það er vegna þess að hann vill viðhalda tvískiptu hagkerfi þar sem sumir hafa betri aðstöðu á fjármálamörkuðum en aðrir,“ skrifar Þorsteinn.

Hann veltir upp þeirri spurningu hvernig hluthafafundur í fyrirtæki á samkeppnismarkaði myndi bregðast við aðstæðum eins og þessum:

Hugsum okkur forstjóra sem kynnir ársreikning á hluthafafundi. Ársreikningurinn sýnir minna svigrúm til innri uppbyggingar en samkeppnisfyrirtækin hafa vegna þess eins að forstjórinn kaus að taka lán þar sem þau eru tvöfalt til þrefalt dýrari.

Hver yrðu viðbrögð hluthafa? Er líklegt að meirihluti þeirra myndi kæra sig kollóttan? Er ekki hitt sennilegra að þeir myndu krefjast hagræðingar í fjármagnskostnaði?

Við berum okkur saman við sterkustu velferðarlöndin um skatta og útgjöld. En hvers vegna ekki um hagkvæmni í rekstri líka?

Þorsteinn víkur að því hvernig mismunandi sjónarhorn til skattheimtu hafa birst opinberlega frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, fulltrúa Viðreisnar í fjárlaganefnd, Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, og Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar:

Þrátt fyrir halla á fjárlögum telur fjármálaráðherra að lækka eigi skatta í þeim tilgangi að draga úr launakröfum verkalýðsfélaga.

Formaður Samfylkingar vill aftur á móti hemja launahækkanir með verulegri hækkun skatta og auknum útgjöldum til heilbrigðismála og velferðarþjónustu.

Fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd bendir svo á að Ísland er í hópi þeirra landa, sem sker stærstu sneiðina af þjóðarkökunni fyrir skattheimtuna án þess að standa þeim sömu löndum fyllilega á sporði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu.

Hún bendir á að munurinn liggi að miklu leyti í umtalsvert hærri vaxtaútgjöldum, þrátt fyrir minni skuldir. Rétt sé að taka á þeim kerfislega vanda til að auka svigrúm ríkissjóðs í velferðarmálum fremur en að grípa til skattahækkana.“

Þorsteinn segir sérfræðinga í almannatengslum í ríkari mæli en áður hafa ráðlagt stjórnmálaforingjum að einskorða boðskap sinn við þá hluti sem gera má strax og leiða hjá sér viðfangsefni sem helst valda deilum. Þetta leiði til þess að skyndilausnir verði ofan á og kerfislegar skekkjur í búskap þjóðarinnar séu ekki leiðréttar.

Af kögunarhóli í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvað gekk henni til? spyr Kristrún Frostadóttir sem segir reglugerð Þórdísar Kolbrúnar beinlínis stuðla að húsnæðisskorti í Reykjavík

Hvað gekk henni til? spyr Kristrún Frostadóttir sem segir reglugerð Þórdísar Kolbrúnar beinlínis stuðla að húsnæðisskorti í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fjölsóttur morgunverðarfundur um notkun gervigreindar í fjártækni

Fjölsóttur morgunverðarfundur um notkun gervigreindar í fjártækni
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að vera sigldur

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að vera sigldur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dómar í kynferðisbrota- og ofbeldismálum fyrnast – fjársvelt fangelsi landsins geta ekki tekið við föngum

Dómar í kynferðisbrota- og ofbeldismálum fyrnast – fjársvelt fangelsi landsins geta ekki tekið við föngum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur segir Seðlabankann gefa skít í alla nema fjármálakerfið – „Hvar er þessi hagfræði kennd?“

Vilhjálmur segir Seðlabankann gefa skít í alla nema fjármálakerfið – „Hvar er þessi hagfræði kennd?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Aðventutónleikar Flugfreyjukórsins verða í Laugarneskirkju annað kvöld – aðgangur ókeypis!

Aðventutónleikar Flugfreyjukórsins verða í Laugarneskirkju annað kvöld – aðgangur ókeypis!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýr lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna

Nýr lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór ekki sáttur við Guðlaug Þór – „Þetta er glapræði af hálfu ráðherrans“

Bergþór ekki sáttur við Guðlaug Þór – „Þetta er glapræði af hálfu ráðherrans“