fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

Furðar sig á ráðleggingum Seðlabankastjóra til lántaka – „Undarlegt í besta falli og viðvaningslegt í versta falli“

Eyjan
Fimmtudaginn 21. september 2023 11:06

Ásgeir Jónsson og Ólafur Margeirsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Margeirsson, hagfræðingur, furðar sig á ráðleggingum Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, um hvers konar íbúðalán íslenskir fasteignaeigendur ættu að taka. Segir hann það beinlínis útilokað  að Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, myndi gera slíkt. „Augljóslega dytti Lagarde þetta aldrei í hug, enda ekki í hennar verkahring né viðeigandi. Ég og félagi minn sem býr í einu evrulandanna vorum að hlæja að fáránleikanum í því ef Lagarde gerði þetta,“ skrifar Ólafur.

Gagnrýni Ólafs er í tilefni af því að Ásgeir var í viðtali á Vísi í gær um þá auknu greiðslubyrði sem heimili landsins eru farin að finna fyrir í kjölfar ítrekaðra vaxtahækkana Seðlabankans. Almennt eigi greiðslubyrði ekki að vera meira en 35 prósent af ráðstöfunartekjum en margir eru farnir að sjá fram á að þurfa að breyta fasteignalánum sínum því fastir vextir á óverðtryggðum lánum séu að losna.

„„Ég vil hvetja lántakendur til að skoða þá lánsmöguleika sem eru til staðar varðandi lánsskilmála. Tímalengd lána, greiðslubyrði þeirra, mögulega blanda lánum, fara eitthvað í verðtryggt,“ sagði Ásgeir.

Ólafur telur þessi orð Ásgeir ekki við hæfi, sérstaklega í ljósi þess að það er beinlínis tilgangurinn með stýrivaxtahækkunum að hækka greiðslubyrði til að stemma stigu við verðbólgunni.

„Það er því synd að seðlabankastjóri Íslands telji það í sínum verkahring að ráðfæra fólki hvernig lán það skuli taka. Sérstaklega er það undarlegt ef ráðleggingarnar ýta undir að lántakar komi sér undan áhrifunum af hærri stýrivöxtum. Því augljóslega er það svo að því meira sem verðtryggð lán eru notuð, því minni áhrif hafa vaxtabreytingar Seðlabankans, og því meira þarf að hækka vexti þegar allt kemur til alls.
Gleymum því ekki að það er bókstaflega tilgangurinn með stýrivaxtabreytingum að hafa áhrif á greiðslubyrði lántaka með það að markmiði að ná verðbólgu niður. Að seðlabankastjóri veiti svo fólki ráðgjöf um hvernig sé best að komast undan slíkum stýrivaxtabreytingum er undarlegt í besta falli og viðvaningslegt í versta falli,“ skrifar Ólafur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Mestu varðar mannúðin og mildin

Sigmundur Ernir skrifar: Mestu varðar mannúðin og mildin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Nú getur biskup einbeitt sér að því sem biskup á að gera

Guðrún Karls Helgudóttir: Nú getur biskup einbeitt sér að því sem biskup á að gera
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri