fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Eyjan

Friðjón með klærnar úti á fundi borgarráðs og hjólar í Magnús – „Ef svo, hve oft og hve háar fjárhæðir er um að ræða?“

Eyjan
Fimmtudaginn 21. september 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður og borgarfulltrúi Pírata, hefur verið gagnrýndur fyrir að sinna ósamrýmanlegum störfum, annars vegar lögmennsku og hins vegar sem borgarfulltrúi. Morgunblaðið vakti athygli á því í gær að lögmannsstofa Magnúsar sérhæfi sig meðal annars í innflytjenda- og mannréttindamálum og hafi Magnús tekjur af því að þjónusta hælisleitendur. Engu að síður geti Magnús ekki um þessa hagsmuni í hagsmunaskrá sinni. Sagði Magnús í samtali við miðilinn að þetta væru mistök enda hafi hann öllum nauðsynlegum upplýsingum skilað til borgarinnar í kjölfar kosninganna á síðasta ári. Hafnaði hann því alfarið að þarna eigi sér stað hagsmunaárekstur, enda hafi borgin ekki með hælisumsóknir að gera.

Ekki eru þó allir sannfærðir en á fundi borgarráðs í dag lagði Friðjón R. Friðjónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í borgarráði fram tvær fyrirspurnir vegna málsins, en Friðjón telur ljóst að hér þurfi að gaumgæfa mál og kanna hvort Magnús hafi komið að úthlutun fjármuna til málefna sem varða hælisleitendur eða hvort hann hafi ályktað eða bókað um málefni flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd á tíma sínum sem nefndarmaður í mannréttinda og ofbeldisvarnaráði sem og í velferðarráði.

„Fram kom í fjölmiðlum í gær, 20. september, að borgarfulltrúinn Magnús Davíð Norðdal, formaður mannréttinda og ofbeldisvarnarráðs og nefndarmaður í velferðarráði geti í engu um hagsmuni sína vegna málefna flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd í hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. Hefur borgarfulltrúinn komið að úthlutun fjármuna til verkefna sem tengjast fólki í fyrrnefndri stöðu í þeim ráðum sem hann situr? Ef svo, hve oft og hve háar fjárhæðir er um að ræða? Einnig er óskað yfirlits yfir þegar borgarfulltrúinn hefur ályktað eða bókað um málefni flóttafólks eða umsækjenda um alþjóðlega vernd í mannréttinda og ofbeldisvarnarráði og velferðarráði.“

Friðjón lagði svo fram aðra fyrirspurn þar sem hann velti fyrir sér hvort eðlilegt væri yfir höfuð að Magnús sé formaður mannréttinda og ofbeldisvarnaráðs sem og nefndarmaður í velferðarráði. Ekki geti verið forsvaranlegt að hann sé í þeim ráðum borgarinnar sem mest fjalli um málefni flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd.

„Líkt og fram kom í fjölmiðlum í gær, 20. september, er það áhyggjuefni að borgarfulltrúinn Magnús Davíð Norðdal, formaður mannréttinda og ofbeldisvarnarráðs og nefndarmaður í velferðarráði hafi leitast við að dylja hagsmuni sína í málefnum flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að geta þess í engu að hann sé launaður fyrirsvarsmaður fólks í þeirri stöðu. Borgarfulltrúinn getur trauðla setið í þeim tveim ráðum Reykjavíkurborgar sem fjalla hvað mest um málefni þess fólks. Óskað er því eftir áliti borgarlögmanns um hæfi borgarfulltrúans og hvort eðlilegt sé að skipa borgarfulltrúann í þá stöðu að draga megi óhlutdrægni hans í efa. Því markmið okkar hlýtur að vera að stuðlað sé að vandaðri ákvörðunartöku, trúverðugleika og því að stjórnsýsla sveitarfélagsins sé hlutlæg og málefnaleg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að bíta í skottið á sér

Steinunn Ólína skrifar: Að bíta í skottið á sér
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fær 4.197 krónur fyrir 35 tíma vinnu – „Hvernig getum við hagað okkur svona?“

Fær 4.197 krónur fyrir 35 tíma vinnu – „Hvernig getum við hagað okkur svona?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Las ráðherra svarið ekki yfir?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Las ráðherra svarið ekki yfir?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vill skattleysi eldri borgara – segir þá búna að leggja sitt af mörkum á langri ævi

Vill skattleysi eldri borgara – segir þá búna að leggja sitt af mörkum á langri ævi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fullveldisráðstefna Dansk-íslenska félagsins í Veröld, húsi Vigdísar

Fullveldisráðstefna Dansk-íslenska félagsins í Veröld, húsi Vigdísar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný vörn gegn hökkurum í augsýn – Keystrike hefur tryggt sér 150 milljón króna fjármögnun

Ný vörn gegn hökkurum í augsýn – Keystrike hefur tryggt sér 150 milljón króna fjármögnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áttatíu starfsmenn missa vinnuna hjá Controlant

Áttatíu starfsmenn missa vinnuna hjá Controlant
Eyjan
Fyrir 1 viku

Uppsagnir hjá Controlant – Starfsmenn boðaðir á fund hver á fætur öðrum til uppsagnar

Uppsagnir hjá Controlant – Starfsmenn boðaðir á fund hver á fætur öðrum til uppsagnar