fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Eyjan

Segir milljarða fjárfestingu í hótelum á Íslandi ekki í hættu þrátt fyrir gjaldþrotaskiptabeiðni

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 17. september 2023 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. september síðastliðinn var auglýst í Lögbirtingablaðinu að félagið Krakus ehf. hefði farið fram á gjaldþrotaskipti á búi Legendary IP ehf., áður Legendary Hotels & Resorts ehf., og að dómsmál þess efnis yrði tekið fyrir þann 18. október næstkomandi í Héraðsdómi Suðurlands. Í auglýsingunni kom fram að lagt væri fyrir fyrirsvarsmann félagsins, Igor Stals, að mæta fyrir dóm og halda uppi vörnum vegna málsins en ekki hefði tekið að birta honum kröfuna í ljósi þess að hann er ekki með lögheimili hér á landi.

Krafa Krakus ehf., sem var í eigu Ármanns heitins Einarssonar athafnamanns frá Þorlákshöfn, vakti nokkra athygli í ljósi þess að metnaðarfullar hugmyndir Legendary-hótel keðjunnar hér á landi hefur verið fréttaefni hér á landi. Stofnandi og forstjóri Legendary IP ehf. er hinn 33 ára gamli Dmitrijs Stals, sonur áðurnefnds Igors, en hann hefur sagt í viðtölum að fyrirtækið stefni á að fjárfesta í tólf hótelum verkefnum hérlendis fyrir alllt að 20 milljarða króna. Markmiðið sé að fyrirtækið komist í hóp stærstu hótelkeðja landsins og að stefnan hafi verið sett á skráningu í Kauphöllina.

Kannast við ágreining millli aðila

Málið snýst um að Krakus ehf. átti stóran hlut í félaginu Southdoor ehf. sem átti og rak Hótel Hellu og Árhús. Greint var frá því í lok desember í fyrra að Legendary IP hefði keypt fyrirtækið og tekið yfir rekstur gististaðanna. Samkvæmt heimildum DV hafa greiðslur þó ekki borist sem skyldi vegna kaupanna.

Í samtali við DV segir Dmitrijs að hann sé að heyra af gjaldþrotaskiptabeiðninni frá blaðamanni. Hins vegar játar hann það fúslega að ágreiningur hafi verið uppi vegna kaupanna. „Ástæðan er sú að skuldir félagsins sem við keyptum voru mun meiri en gefið hafði verið upp,“ segir Dmitrijs.

Hann segist enn vona að leyst verði úr málinu við samningaborðið. „Annars mætum við og útkljáum þetta fyrir dómi,“ segir fjárfestirinn.

Hann segir þá feðga vera hvergi að baki dottnir varðandi frekari uppbyggingu á Íslandi og enn standi til að fjárfesta í allt að tíu verkefnum til viðbótar auk Hótel Hellu og Árhúsum. Feðgarnir hafi hins vegar rekið sig á ýmsar hindranir í íslensku viðskiptalífi og skrifræðið sé hér meira en þeir eiga að venjast frá öðrum Evrópulöndum.

„Við höfum gert ýmis mistök hér sem hafa kostað okkur peninga. Það er dýrmætur lærdómur sem felst í því. En við erum enn sannfærðir um að það séu miklir möguleikar í íslenskri ferðaþjónustu og ætlum að taka þátt í því áfram,“ segir Dmitrijs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina