fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
Eyjan

Segja jákvæð áhrif í kjölfar breytinga í leikskólum Kópavogs

Eyjan
Fimmtudaginn 14. september 2023 14:20

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breytingar á skipulagi leikskólastarfs í Kópavogi hafa gengið vel og haft jákvæð áhrif. Þetta er fullyrt í tilkynningu frá Kópavogsbæ en þar kemur fram að flestir leikskólar sé fullmannaðir og dvalartími barna hefur styst verulega. Talsverð ólga varð meðal foreldra í bæjarfélaginu þegar ný gjaldskrá leikskóla var birt í byrjun ágúst. Þar var kveðið á um að sex tíma dvöl eða skemmri yrði gjaldfrjáls, fyrir utan fæðisgjald, en stigvaxandi hækkanir eftir dvalartíma fyrir foreldra sem þyrftu lengri vistun. Þýddi þetta hækkun um tugi prósenta fyrir sumar fjölskyldur.

Samkvæmt nýju gjaldskránni var ekkert dvalargjald fyrir fyrstu sex dvalarstundirnar, en fæðisgjaldið er 10.462 krónur. Fyrir 6,5 dvalarstundir var kostnaðurinn  með fullu fæði orðinn  34.616 kr., fyrir 8 stundir er það 49.474 kr. og fyrir hámarksdvöl, 9 stundir, þarf að greiða 77.474 krónur.

Í áðurnefndri tilkynningu frá Kópavogi er fullyrt að breytingarnar hafi gert það að verkum að námsumhverfi  og skipulag leikskóladags allra barna í leikskólum sé afslappaðra, áreiti minna og viðvera starfsfólks með börnum er meiri og rólegri. Með sama áframhaldi muni stöðugleiki og gæði í starfi leikskólanna aukast foreldrum og börnum til hagsbóta. Færri börn séu í leikskólum á morgnana og seinnipart dags sem skapi betri aðstæður og rólegra umhverfi fyrir þau börn sem dvelja  lengur á leikskólanum. Þannig hafa breytingarnar haft jákvæð áhrif fyrir öll börn hversu langur sem dvalartíminn er.

„Þessar fyrstu niðurstöður eru afar jákvæðar sem bendir til þess að breytingarnar, sem byggja á tillögum starfshóps skipaður fulltrúum helstu hagsmunaðila, eru að skila árangri. Að mati leikskólastjóra gengur mönnun í leikskólum mun betur miðað við fyrri ár, dvalartími barna er að styttast og foreldrar eru að nýta sér aukinn sveigjanleika til að stytta daga vikunnar. Markmið breytinganna var að efla leikskólastarfið með betri mönnun og bættri þjónustu, ég trúi ekki öðru en að við séum að ná því markmiði.“  segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri.

Dvalartími þriðjungs barna hefur verið styttur

Þá kemur fram að í dag séu tæplega 2.000 börn innrituð í leikskóla Kópavogs. Tæplega þriðjungur foreldra hefur stytt dvalartíma barna sinna og um 19% barna, eru nú skráð í 6 tíma eða minna á dag, samanborið við 2% í fyrra.

Meðaldvalarstundir barna, miðað við samþykktar umsóknir, hafa farið úr 8,1 tíma haustið 2022 niður í 7,5 tíma á dag. Á síðastliðnu skólaári voru 85% barna, um 1.700, í 8 tíma dvöl eða meira en í dag eru um 56% barna, um 1.100, í 8 tíma dvöl eða meira. Tekið er fram  að umsóknir um breytingu á dvalartíma séu enn að berast og taka fjöldatölur því stöðugum breytingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðrún Karls Helgudóttir: Þegar á reynir leitar fólk til Kirkjunnar

Guðrún Karls Helgudóttir: Þegar á reynir leitar fólk til Kirkjunnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Gríski menntaandinn

Björn Jón skrifar: Gríski menntaandinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Raunveruleikaflótti þingmanns á jólaföstu

Orðið á götunni: Raunveruleikaflótti þingmanns á jólaföstu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur