fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
Eyjan

Þrír nýir stjórnendur ganga til liðs við Borealis Data Center

Eyjan
Þriðjudaginn 12. september 2023 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borealis Data Center hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur. Bergþóra Halldórsdóttir stýrir skrifstofu forstjóra, Blake E. Greene verður markaðsstjóri Borealis og Kristófer Kristinsson leiðir vöruþróun fyrirtækisins.

Vaxandi áhersla á háþróaða gagnaversþjónustu hefur kallað á hraðan vöxt og uppbyggingu Borealis innanlands sem erlendis undanfarin ár. Starfsemin tekur meðal annars til hýsingar skýjaþjónustu, rekstur ofurtölva og umgjarðar mikilvægra stafrænna innviða og hefur fyrirtækið jafnframt gert erlendum fyrirtækjum kleift að færa tölvurekstur yfir í umhverfisvænni og öruggari hýsingu.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að fyrirtækið hafi verið í miklum vexti en í liðinni viku kynnti Borealis samstarf við IBM, sem gefur fyrirtækjum um allan heim kleift að færa sig í vistvæna gagnahýsingu á Íslandi.  Samstarfið við IBM er þó aðeins eitt af mörgum verkefnum sem Borealis Data Centers hefur unnið að síðustu misseri í vegferð þeirra að bjóða fyrirtækjum möguleika á grænum skýjalausnum.

Bergþóra Halldórsdóttir mun bera ábyrgð á samhæfingu verkferla innan fyrirtækisins og framgöngu strategískra verkefna ásamt forstjóra. Hún stýrði viðskiptaþróun hjá Íslandsstofu og hafði þar umsjón með gerð stefnumótunar stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskar útflutningsgreinar, starfaði sem ráðgjafi hjá Samtökum iðnaðarins og var lögmaður Samtaka atvinnulífsins þar sem hún bar meðal annars ábyrgð á alþjóðlegu málefnastarfi samtakanna. Bergþóra hefur því víðtæka reynslu af stefnumótun og samskiptum við íslensk stjórnvöld og erlenda og innlenda hagsmunaaðila sem og að samræma stefnumótandi markmið ólíkra aðila.

Blake Elizabeth Greene mun vinna að stefnumótun, samskipta- og kynningarmálum hjá fyrirtækinu á erlendum og innlendum vettvangi. Auk þess sem hún mun fyrir hönd Borealis vinna að sameiginlegu alþjóðlegu markaðsstarfi útflutningsgreina á vegum Íslandsstofu og alþjóðasamskiptum. Blake er með meistarapróf í evrópusamrunafræðum og hefur áratugareynslu í markaðssetningu, viðburðastjórnun og almannatengslum á fjölbreyttum vettvangi svo sem á vegum stjórnvalda, hugveitna, tækni og ferðaþjónustu, meðal annars sem verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, markaðsstjóri hjá Iceland Travel, markaðsstjóri hjá Greenqloud (nú NetApp Iceland) og forstöðumaður skrifstofu forstjóra hjá Urban-Brookings Tax Policy Center í Washington D.C. Hún er háskólamenntuð í Bretlandi, Sviss, Póllandi og Tékklandi og hefur búið á Íslandi frá árinu 2016.

Kristófer Andri Kristinsson mun stýra vöruþróun Borealis og styðja við alþjóðlegt sölu- og markaðsstarf fyrirtækisins og þjónustu við lykilviðskiptavini. Kristófer kemur frá Kerecis þar sem hann hefur undanfarin ár aðstoðað við að uppbygingu markaðsteymis hjá Kerecis á alþjóðavettvangi, ásamt því að hafa stýrt innleiðingu fjölda nýrra vara á Bandaríkjamarkaði. Kristófer hefur einnig langan sölu og þjónustuferil á bak við sig fyrir alþjóðleg vörumerki á borð við Porsche, Audi, Volkswagen og Skoda. Hann er viðskipta- og tölvunarfræðingur að mennt og liggur reynsla hans og styrkleikar bæði á fyrirtækja- og neytendamarkaði, við markaðssetningu, vörustjórnun og stefnumótun.

Borealis hefur einnig ráðið tvo sölustjóra austanhafs til að styrkja sölu í Evrópu, með áherslu á Bretland og Frakkland.

Borealis rekur í dag þrjú gagnaver hér á landi: Blönduósi, Fitjum og í Reykjavík. Samtals starfa um 30 manns hjá fyrirtækinu. Borealis Data Center hefur frá stofnun árið 2014 lagt áherslu á að byggja upp sjálfbæra gagnaversþjónustu og fullyrðir fyrirtækið að það sé leiðandi í slíkum rekstri í heiminum. Íslensk gagnaver hafa samkeppnisforskot á alþjóðavísu þar sem hér á landi fer saman orkunýtni vegna aðgengi að endurnýjanlegri orku og hagstæðra veðurskilyrða en hér á landi þurfa gagnaver mun minni orku til að viðhalda kjöraðstæðum á búnaði en annars staðar. Á Blönduósi, þar sem Borealis er með mesta þungann í starfsemi sinni, þykja aðstæður einstakar á heimsvísu vegna mikilla loftgæða, stöðugs veðurfars og öruggra aðstæðna.

„Það er mikill fengur að fá öflugt fólk með fjölbreytta og alþjóðlega reynslu inn í okkar stjórnendahóp til að takast á við fjölgun verkefna og aukna ásókn í þjónustu okkar. Spár gera ráð fyrir að gagnaþörf margfaldist á heimsvísu á næsta áratug vegna örrar þróunar gervigreindar, hátæknigagnavinnslu og upplýsingatækni. Stærri og betri stjórnendahópur Borealis gerir okkur betur kleift að bregðast við þessum breytingum, skapa meiri verðmæti á sviði gagnaversiðnaðar sem ég tel að eigi mikil tækifæri inni hér á landi, svo sem með því að sækja á nýja og verðmæta markaði, skapa fjölbreyttari hóp viðskiptavina og svara með því kalli samtímans um trausta og sjálfbæra gagnaversþjónustu,“ segir Björn Brynjúlfsson, forstjóri Borealis Data Center.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Krefst þess að forsætisráðherra fordæmi misnotkun VG-liða á hatursorðræðu – „Vinstri grænir vilja fyrst og fremst auka eigin völd“

Krefst þess að forsætisráðherra fordæmi misnotkun VG-liða á hatursorðræðu – „Vinstri grænir vilja fyrst og fremst auka eigin völd“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru