fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
Eyjan

Katrín bregst við umræðunni um hinsegin fræðslu í skólum – „Þess vegna er fræðsla um þessi mál mikilvæg“

Eyjan
Þriðjudaginn 12. september 2023 22:00

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hávær umræða hefur verið um hinsegin fræðslu í grunnskólum undanfarna daga og Samtökin 78 meðal annars ranglega sökuð um að standa fyrir kynfræðslu fyrir nemendur.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sá sig knúna til þess að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins en þar greinir hún frá því að hún hafi fengið fjölda skeyta þar sem verið er að saka starfsfólk skóla um að innrætingu á þessu sviði.

Dapurlegt bakslag gagnvart réttindum hinsegin og kynsegin fólks

„Að undanförnu hefur blossað upp umræða um að allt of langt sé gengið í að fræða börn og ungmenni um fjölbreytileika samfélagsins þegar kemur að kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu. Ég hef fengið fjölda skeyta um þessi mál þar sem kennarar og starfsfólk skóla er sakað um innrætingu á þessu sviði. Þessi umræða hefur blossað upp með ógnarhraða – en er vissulega vel þekkt víða um heim. Hún er hluti af hinu ótrúlega dapurlega bakslagi sem hefur orðið gagnvart réttindum hinsegin og kynsegin fólks – einmitt þegar við höfum náð fram langþráðum umbótum í lögum og regluverki þegar kemur að réttindum þessa hóps. Og þetta bakslag er ekki bara á Íslandi – það er víða um heim,“ skrifar Katrín.

Hún bendir á að mikilvægt sé að hafa í hug að að réttindi hinsegin og kynsegin fólks skerði ekki réttindi annarra.

Fræðsla um reynsluheim annarra mikilvæg

„Það er ekki þannig að fræðsla um að fjölbreytileika sé innræting eða slíkri fræðslu sé ætlað að þvinga fólk í einhverja tiltekna átt. Sonur minn lærði til dæmis um túrverki í dag. Það er ekki vegna þess að hann sé endilega að upplifa þá sjálfur í sínu lífi – heldur er einmitt mikilvægt að hann viti um hvað þeir snúast. Vegna þess að við viljum skilja allar þær ólíku manneskjur sem skapa eitt stykki samfélag. Þá skiptir máli að skilja að reynsluheimur þeirra er ólíkur. Þess vegna er fræðsla um þessi mál mikilvæg,“ skrifar Katrín.

Að hennar mati eigi allir að fræðast um ólíka kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu – vegna þess að það skiptir máli, að Katrínar mati, að við lærum um fjölbreytileika samfélagsins og að við skiljum hann.

„Við erum ólík en við eigum öll okkar drauma, þrár og langanir. Og gott samfélag er samfélag þar sem við virðum hvert annað og vinnum saman að því að við öll fáum að blómstra á okkar eigin forsendum. Ég trúi því að það sé samfélagið sem við langflest viljum,“ skrifar Katrín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Krefst þess að forsætisráðherra fordæmi misnotkun VG-liða á hatursorðræðu – „Vinstri grænir vilja fyrst og fremst auka eigin völd“

Krefst þess að forsætisráðherra fordæmi misnotkun VG-liða á hatursorðræðu – „Vinstri grænir vilja fyrst og fremst auka eigin völd“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru