fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Segir umfangsmikil gjaldeyrishöft vera í gildi sem stórskaði íslensk heimili og fyrirtæki

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 11. ágúst 2023 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er í hrömmum gjaldeyrishafta sem jafngilda brátt um einni og hálfri þjóðarframleiðslu. Áhrifaríkasta og áhættuminnsta leiðin til að afnema höftin er að taka upp evru. Höftin valda víðtækum skaða en eru samt ekki á dagskrá stjórnvalda.

Þorsteinn Pálsson gerir umfangsmikil gjaldeyrishöft, afleiðingar þeirra og ástæðuna fyrir þeim að umfjöllunarefni í nýjasta pistli sínum Af kögunarhóli á Eyjunni.

Hann bendir á að höftin valdi alvarlegri skekkju í þjóðarbúskapnum en pólitíkin fjalli lítið um þá skekkju. Skýringuna kunni að vera að finna í því að gjaldeyrishöftin, sem nást fram með því að vera með helming lífeyrissparnaðar landsmanna í höftum, trufli fyrirtæki og heimili aðeins með óbeinum hætti og auk þess sé málið snúið og engin skyndilausn til.

Skaðsemi hafta sé hins vegar engu minni þótt þau nálgist heimilin og fyrirtækin í landinu eftir krókaleiðum. Vægi þeirra eykst jafnt og þétt og skaðsemin verður alvarlegri með hverju árinu sem líður.

Þorsteinn segir gjaldeyrishöftin skekkja verðmyndun krónunnar, enginn viti hvert rétt verð hennar sé eða eðlilegt af þeirra sökum. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs benti á það á síðasta ári að flest fyrirtæki sem það mega yfirgefa krónuna vegna þess að það sé besta leið þeirra til að mæla árangur starfsemi sinnar og meta samkeppnisstöðu. Krónan dugi greinilega ekki til þess að mati ráðsins.

Gjaldeyrishöftin á lífeyrissparnað landsmanna valdi því að áhættudreifing sparnaðarins sé ekki nægjanlegt og þegar jafn stórt lífeyriskerfi þurfi síðan að fjárfesta meirihluta sparnaðarins í eins litlu hagkerfi myndist viðvarandi og vaxandi hætta á eignabólum og skekkju á hlutabréfamarkaði.

Fjármagn lífeyrissjóðanna er að mati Þorsteins félagslegt fjármagn eins og aðrir skattpeningar og einkafjármagninu sé rutt til hliðar í atvinnulífinu með vaxandi hraða. Þetta sé bandamál vegna þess að reynslan sýni okkur að meiri frumkvæðiskraftur fylgi einkafjármagninu, Þess vegna sé þessi þróun skaðleg fyrir heildina.

Þorsteinn bendir á að fræðimenn hafi verið duglegri en stjórnmálamenn að fjalla um vandann og mögulegar lausnir. Hann nefnir til sögunnar Ásgeir Jónsson, Hersi Sigurgeirsson og Má Guðmundsson. Þorsteinn telur áhrifaríkustu og hættuminnstu leiðina til að afnema þessi gjaldeyrishöft vera þá sem Gylfi Zoega rökstuddi nýlega í Vísbendingargrein, en hún felst í upptöku evru. Segir Þorsteinn vaxandi hljómgrunn vera fyrir því meðal þjóðarinnar og fyrirtækja.

Hann segir hér vera um grundvallaratriði að ræða. Gjaldeyrishöftin endurspegli hugmyndafræðilega kreppu.

„Þeir sem telja sig málsvara frjálslyndra hugmynda og velferðarsamfélags ættu að setja afnám gjaldeyrishaftanna á dagskrá.“

Kögunarhólspistil Þorsteins í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi