fbpx
Sunnudagur 03.mars 2024
Eyjan

Spyr hvort fyrrum stjórnarmaður í hinu gjaldþrota WOW sé heppilegur bankaráðsmaður í Íslandsbanka

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 29. júlí 2023 16:00

Helga Hlín Hákonardóttir er nýr stjórnarmaður í Íslandsbanka. Han sat í stjórn WOW þegar flugfélagið fór í gjaldþrot skp0mmu eftir stórt skuldabréfaútboð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er heppilegt að fyrrum stjórnarmaður í hinu gjaldþrota flugfélagi, WOW sem fór í stórt skuldabréfaútboð örfáum vikum fyrir gjaldþrot, taki sæti í bankaráði Íslandsbanka sem þarf að endurreisa orðspor sitt eftir allt sem á undan er gengið? Þessarar spurningar spyr Ólafur Arnarson í nýjum Dagfarapistli á Hringbraut.

Ólafur segir mikið hafa mætt á tilnefningarnefnd Íslandsbanka við val á heppilegum fulltrúum í stjórn bankans. Vel hafi tekist til með valið á Lindu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra rekstrar hjá Marel, sem er nýr stjórnarformaður bankans. Hún njóti óskoraðs trausts og virðingar fyrir störf sín í æðstu stjórn stærsta fyrirtækis landsins.

Tilnefningarnefndin hafi hins vegar hafnað tillögu um Helgu Hlín Hákonardóttur, fyrrum regluvörð Íslandsbanka fyrir hrun. Helga Hlín náði engu að síður kjöri með stuðningi Gildis og fleiri lífeyrissjóða.

Ólafur vekur athygli á því að Helga Hlín átti sæti í stjórn WOW flugfélagsins sem varð gjaldþrota vorið 2019 með braki og brestum, einungis nokkrum vikum eftir að stjórn félagsins stóð fyrir stóru hlutafjárútboði. Allir sem fjárfestu í því töpuðu sínum peningum.

Ólafur tekur fram að ekkert sé refsivert við það eitt að fyrirtæki fari í þrot. Slíkt sé fyrst og fremst sorgarsaga fyrir starfsfólk, viðskiptavini og hluthafa. Hann segir hins vegar að allt frá gjaldþrotinu hafi verið vangaveltur um það í viðskiptalífinu hvort risastórt skuldabréfaútboð félagsins, nokkrum vikum fyrir gjaldþrotið, standist skoðun út frá því hvort stjórn, forstjóri, fjármálastjóri, endurskoðendur, lögfræðilegir ráðgjafar og þau verðbréfafyrirtæki sem unnu að útboðinu og sölu skuldabréfa hafi vitað eða mátt vita að félagið væri þá á barmi gjaldþrots.

Ólafur bendir á að fari svo að skiptaráðendur meti það svo að framangreindir æðstu stjórnendur WOW og ráðgjafar þeirra hafi vitað um eða mátt vita um alvarlega stöðu félagsins kunni það að teljast refsiverð háttsemi af þeirra hálfu og snúist þá um meint fjársvik, umboðssvik og önnur alvarleg afbrot sem gætu kallað á málshöfðun gegn þessum aðilum.

Fari svo hljóti stjórn félagsins að vera fyrst kölluð til ábyrgðar og meðal stjórnarmanna sé Helga Hlín Hákonardóttir, nýkjörin bankaráðsmaður í Íslandsbanka.

Í lok pistilsins varpar Ólafur fram þeirri spurningu hvort Fjármálaeftirlit Seðlabanka íslands hafi ekki nokkrar áhyggjur af þessari mögulegu stöðu.

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Skagi verður nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar

Skagi verður nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vanrækt pólitík og glötuð tækifæri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vanrækt pólitík og glötuð tækifæri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formannsslagurinn í KSÍ: Póstur frá kennara á Akureyri – skipuleg aðför að Guðna?

Formannsslagurinn í KSÍ: Póstur frá kennara á Akureyri – skipuleg aðför að Guðna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Er viss um að Katrín sé ánægð með Trump

Er viss um að Katrín sé ánægð með Trump