fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Vilja að borgarstjóri Reykjavíkur verði kjörinn beint

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 8. júní 2023 13:00

Frá fundi borgarstjórnar. mynd/reykjavik.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag var tekin fyrir tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að borgarstjórn samþykki áskorun til dómsmálaráðherra og innviðaráðherra um að þeir hafi frumkvæði að því að breyta viðeigandi ákvæðum laga svo að frá og með sveitarstjórnarkosningum vorið 2026 verði borgarstjórinn í Reykjavík kjörinn í beinni kosningu.

Í greinargerð með tillögunni segir m.a. að lýðræðisrök búi að baki henni. Flokkur núverandi borgarstjóra, Samfylkingin, hafi 20,29 prósent atkvæða á bak við sig og flokkur væntanlegs borgarstjóra, Framsóknarflokkurinn, hafi 18,73 prósent. Lýðræðishallinn sem af þessu leiði veiki umboð þess einstaklings sem gegni embættis borgarstjóra.

Ætlunin með tillögunni sé að hamla gegn pólitískum hrossakaupum um embætti borgarstjóra að borgarstjórnarkosningum loknum. Vænta Sjálfstæðismenn þess einnig að tillagan muni ýta undir aukna kosningaþátttöku sem aðeins hafi verið 61,11 prósent í síðustu kosningum, vorið 2022.

Til að efni tillögunnar nái fram að ganga er nauðsynlegt að breyta bæði kosninga- og sveitarstjórnarlögum.

Segir í greinargerðinni að margar útfærslur komi til álita við að tryggja milliliðalausa aðkomu kjósenda að vali einstaklings í æðsta embætti borgarinnar. Vísa Sjálfstæðismenn til þess að mikil alþjóðleg reynsla sé til staðar um hvernig haga eigi slíkum kosningum. Segir í greinargerðinni að beinar kosningar til embættis borgarstjóra þekkist víða í Evrópu og meðal landa þar sem slíkt tíðkast séu England, Ítalía, Þýskaland, Grikkland, Pólland og Króatía. Tekið er fram í greinargerðinni að ekki sé vitað til þess að neinn borgarstjóri sé kjörinn beint á Norðurlöndum.

Samþykkt var með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Viðreisnar gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fresta afgreiðslu tillögunnar. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna sátu hjá.

Hefur verið gert áður

Fyrir um 100 árum var borgarstjóri Reykjavíkur kosinn beint af kjósendum. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, ritaði grein í Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, árið 2006 og þar kemur m.a. fram að kosningalögum hafi verið breytt árið 1914. Þessar breytingar kváðu á um að borgarstjóri Reykjavíkur skyldi kjörinn beint af kjósendum. Kjörtímabil þáverandi borgarstjóra, Knud Zimsen, sem var 6 ár var þá nýhafið og því fóru fyrstu borgarstjórakosningarnar fram árið 1920.

Knud Zimsen hafði nokkuð nauman sigur og sex árum síðar var hann einn í framboði og því sjálfkjörinn. Þetta sama ár, 1926, breytti Alþingi kosningalögum á þann veg að beinar bæjarstjórakosningar yrðu teknar upp um allt land. Þessi breyting stóð hins vegar aðeins í þrjú ár en frá árinu 1929 hafa kjósendur hér á landi aðeins getað kosið sér borgar-, bæjar- og sveitarstjórnir en ekki haft beina aðkomu að því hvaða manneskju er falið að gegna embætti borgar-, bæjar-, eða sveitarstjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt