fbpx
Fimmtudagur 28.september 2023
Eyjan

Segir Ásgeir kalla mótmælendur „heimska smábændur með ryðgaðar heykvíslar“ af valdahroka sem minni á Game of Thrones

Eyjan
Fimmtudaginn 8. júní 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtal birtist í Morgunblaðinu í dag við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra. Þar sagði Ásgeir meðal annars að hann hafi seinasta haust staðið í þeirri trú að verklýðshreyfingin hefði áttað sig á því að með því að elta verðbólgunna í kröfum sínum um launahækkanir, myndi það leiða til vaxtahækkana.

„Það hlyti að vera alveg skýrt, en þannig fór það nú samt. Jafnvel sumir verkalýðsforingjar, sem voru mjög æstir yfir að geta ekki fengið meira. Nú vilja sömu foringjar halda útifundi til þess að mótmæla afleiðingum gerða sinna.“

Þarna vísar Ásgeir eflaust til mótmæla sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur boðað til vegna ástandsins í þjóðfélaginu.  Ásgeir segir að þar sé Ragnar, og þeir foringjar verkalýðshreyfingarinnar sem taka undir með honum, í raun að mótmæla sér sjálfum.

Eins vakti það athygli að Ásgeir greindi frá því að þáverandi ríkissáttsemjari, Aðalsteinn Leifsson, hefði verið að reyna að hafa áhrif á Seðlabankann. Bað Ásgeir um að hækka ekki vexti og helst ætti Seðlabankinn að halda sig á móttunni þar sem Ragnar Þór væri ekki stöðugur í skapinu og ætti til að hlaupa af fundum ef hann sæi eitthvað frá Seðlabankanum. „Það er ekkert annað en meðvirkni,“ sagði Ásgeir um þá háttsemi. Ekki sé hægt að stöðugt benda á að vextir séu lægri í öðrum nágrannaríkjum án þess að taka tillit til þess að hér hafi laun hækkað töluvert meira en í öðrum löndum.

Búið ykkur undir frekari refsingar, vesalingar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það hafi verið kostulegt að lesa viðtalið við Ásgeir. Hún skrifar um þetta á Facebook þar sem hún segir:

„Þar er seðlabankastjórinn á heimavelli meðal vina sinna og verndara úr röðum auðstéttarinnar, er slakur og óvar um sig, og lætur margvísleg gaspuryrði falla.
Hann greinir þar frjálslega frá efni símtala sinna við aðra embættismenn, sem hann telur nú óhætt að sverta enda þeir horfnir á braut. Hann dylgjar um persónur nafngreindra einstaklinga sem hafa andmælt stefnu Seðlabankans og hann á þess vegna sökótt við.

Þá ræða hann og blaðamaður á gáskafullan hátt um það hvort að hóprefsingar Seðlabankans gegn landsmönnum hafi leitt til þess að ýmsir einstaklingar sem seðlabankastjórinn lítur niður á hafi „skilið“ hitt og þetta um gang tilverunnar. En augljóslega skilja þessir vesalingar jú aldrei neitt og hey, búið ykkur því undir frekari hóprefsingar, vesalingar.“

Sólveig telur að Ásgeir hafi í viðtalinu verið að ausa úr skálum fyrirlitningar sinnar yfir þá sem hann líti á sem sér ósamboðna. Hann hafi þó ekki spurt sjálfan sig að því hvort hans framganga og þau ummæli sem hann hafi látið falla séu samboðin þeim kröfum sem megi gera í lýðsræðisríki til þeirra sem fara hér með völdin.

„Slíkt hvarflar ekki að honum, enda er það hin náttúrulega skipan mála í hans huga að hann dæmi aðra, skipi þeim fyrir og gefi einkunnir, en ekki öfugt. Í hugarheimi stjórans erum við, almenningur í landinu, algjörlega skilningsvana fífl og það eru einnig leiðtogar okkar sem við höfum dirfst að velja fyrir atbeina skítugs lýðræðisins. Við erum öll heimsk, við erum óstöðug í skapi, við vitum ekki hvað við viljum, þegar við mótmælum þá erum við í raun bara að mótmæla sjálfum okkur, heimskir smábændur með ryðgaðar heykvíslar í hönd.“

„Heim valdhroka og yfirlætis á skala sem við höfum kanski einna helst fengið nasasjón af í þáttum á borð við Game of Thrones.
Góðir landsmenn, ég hvet ykkur til að lesa viðtal Morgunblaðsins við Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra til að fá þar innsýn í veröld íslensku borgarastéttarinnar, þar sem hún ríkir ásamt hirð sinni og hirðfíflum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Færum Borgarbókasafnið í Safnahúsið

Björn Jón skrifar: Færum Borgarbókasafnið í Safnahúsið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðjónsson: Íbúðalánasjóður notaði ekki þær leiðir sem færar voru til áhættustýringar og því fór sem fór

Óttar Guðjónsson: Íbúðalánasjóður notaði ekki þær leiðir sem færar voru til áhættustýringar og því fór sem fór
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur fær nóg og skiptir um skoðun – „Ekki einni einustu þjóð hefur dottið til hugar að koma svona fram við þegna sína“

Vilhjálmur fær nóg og skiptir um skoðun – „Ekki einni einustu þjóð hefur dottið til hugar að koma svona fram við þegna sína“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hvatningarsjóður Kviku úthlutar styrkjum

Hvatningarsjóður Kviku úthlutar styrkjum