fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Ritstjóri Morgunblaðsins hundskammar ríkisstjórnina

Eyjan
Miðvikudaginn 7. júní 2023 16:30

Davíð Oddsson telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu vera gagnslaust hálfkák.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í leiðara blaðsins í dag. Ætla má að Davíð Oddsson haldi þar á penna.

Yfirskrift leiðarans er „Hálfkák ríkisstjórnarinnar“.

Leiðarinn byrjar raunar á hrósi til ríkisstjórnarinnar fyrir að ætla að takmarka launahækkanir æðstu embættismanna við 2,5 prósent.

Leiðarahöfundi þykir lítið til koma að fyrirhugað sé að sparnaður til að sporna við þenslu er fyrirhugaður „heilir 36 milljarðar króna“. segir hann þetta vera um þriðjung þess sem Alþingi hækkaði fjárlögin í meðförum sínum í vetur.

Segir höfundur jákvætt að frumjöfnuður stefni í að vera jákvæður en bendir á að á móti hefur vaxtabyrði ríkissjóðs þyngst verulega.

„En þetta snýst ekki aðeins um afkomu ríkissjóðs, heldur hvað hann hefur umleikis, hvernig ríkið á sinn þátt og ekki lítinn í að viðhalda þenslu í þjóðfélaginu. Það er átakanlegt að hlusta á innviðaráðherra tala um aðhald í ríkisrekstri fyrir hádegi og 14 ný göng eftir hádegi, en þá verða fjöllin víst búin.“

Þá finnur höfundur að því að sveitarfélögunum hafi verið afhentir 5 milljarðar vegna málefna fatlaðra og að 15 milljarðar „fari nær stjórnlaust í málefni hælisleitenda á ári án þess að það megi ræða það nema í hálfum hljóðum.“

Frestun framkvæmda hefði að mati leiðarahöfundar Morgunblaðsins mátt vera til frambúðar en ekki tímabundin og hafi engin áhrif á þessu ári. Sama megi segja um aðgerðir í húsnæðismálum sem óvíst sé hvernig nýtist en taki örugglega langan tíma að hafa tilætluð áhrif.

Þá telur höfundurinn fráleitt að hlaða í þjóðarsjóð til að styrkja áfallaþol ríkissjóðs í framtíðinni. Vandséð sé hvernig þær fyrirætlanir gangist, auk þess sem fimmtungur launa almennings renni nú þegar í lífeyrissjóði.

Í niðurlagi kallar leiðarahöfundur aðgerðirnar smáplástra. Mun betur kæmi tekjulágum og barnafjölskyldum ef virðisaukaskattur á matvöru yrði lækkaður fremur en að „gramsa í millifærslukerfinu“. Eigi að lina húsæðiskreppuna þurfi ríkisvaldið að geta lagt sveitarfélögum línurnar um lóðaframboð og ef taka eigi frá peninga fyrir framtíðina væri nær fyrir ríkið að greiða niður skuldbindingar vegna Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins en að búa til Þjóðarsjóð. „Og ef ríkið vill draga úr þenslu þá eru hægust heimatökin að draga úr þenslu ríkisins.“

Hér má lesa leiðara Morgunblaðsins í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn