fbpx
Fimmtudagur 28.september 2023
Eyjan

Ásthildur urðar yfir Viðskiptablaðið – „Í alvöru, eru þessir gaurar 10 ára“

Eyjan
Sunnudaginn 4. júní 2023 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaðurinn Ásthildur Lóa Þórsdóttir, sem situr á Alþingi fyrir hönd flokks fólksins en er samhliða formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, skýtur föstum skotum á starfsmenn Viðskiptablaðsins í færslu sem hún birti á Facebook.

Vísar hún til ritstjórnargreinar sem í blaðinu birtist undir dulnefninu Huginn & Muninn sem er vísun í hrafna guðsins Óðins í Norrænni goðafræði. Þar eru orð forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, frá árinu 2016 rifjuð upp, en þá ákvað Guðni að gefa launahækkun sína til góðgerðamála. Eins hafi forsetinn sagt nýlega í samtali við RÚV að með væntanlegum launahækkunum æðstu ráðamanna sé verið að auka bilið milli þeirra sem lægst fá og þeirra sem mest fá í prósentum talið.

Segja hrafnarnir að um meinlega reiknivillu sé að ræða hjá forsetanum. Ef tvær tölur séu hækkaðar um sömu prósenti haldist hlutfallið á milli þeirra óbreytt.

Svakalega duglegir strákar

Ásthildur furðar sig á þessum skotum Viðskiptablaðsins. Vissulega sé það rétt að hlutfallið milli tveggja talna haldist rétt, en engu að síður sé krónutalan sem prósentan leiðir til hærri eftir því sem hún er reiknuð af hærri tölu. Nefnir hún sem dæmi tekjur tveggja sem hækki um 10 prósent. Annars vegar aðila með 100 þúsund króna tekjur og hins vegar aðila með milljón í tekjur. Laun beggja hækki um sömu prósentu, en hækkunin nemi 10 þúsund krónum í öðru tilvikinu og 100 þúsund í hinu. En því verði ekki neitað að hlutfallið sé það sama.

„Þeir eru svakalega duglegir strákar að fatta það. Sem kennari veit ég að maður á alltaf að hrósa fyrst, ekki síst þeim sem eiga erfitt með skilning, og já, þeir voru rosalega duglegir að fatta þetta og fá bæði broskall og stjörnu.“

Það sem hrafnarnir minnist þó ekki á er að reikningar og útgjöld eru ekki greidd með prósentum heldur föstum krónutölum. Líklega muni þessi 10 prósent því gagnast aðilanum með hærri tekjurnar betur heldur en þeim sem minna hefur.

„Geta þeir, á þessu ríkisstyrkta skólablaði, ekki reiknað út hversu margfalt meira annar þeirra fékk en hinn? Í alvöru, eru þessir gaurar 10 ára?“

Rörsýn og einhliða blaðamennska

Ljóst sé að þeir tekjuminni þurfi að verja mun stærra hlutfalli af sínum tekjum til útgjalda. Tíu prósent hækkun muni litlu um það breyta heldur mun sá tekjulægri enn eiga erfitt með útgjöld á meðan sá tekjuhærri mun eiga enn meira afgangs.

„Þetta tilbúna dæmi myndi hvert 10 ára barn ráða við, en ekki svokallaðir „viðskiptablaðamenn“ sem fengu samtals 50 milljónir í ríkisstyrk á árunum 2021-22. Svona rörsýn, svo maður tali nú ekki um svona hlutdræg og einhliða blaðamennska, á ekki að finnast á miðli sem ber einhverja SMÁ virðingu fyrir sjálfum sér.

Ég bið útgefendur skólablaða afsökunar á líkingunni, þau myndu aldrei láta svona frá sér. Skilningur ritstjóra/blaðamanna þeirra er meiri en svo.“

Reiknidæmið sem Ásthildur kom með er eftirfarandi:

„Dæmi: Jón og Siggi eiga báðir 2 börn. Jón er með 100.000 krónur í tekjur en Siggi með milljón. Hjá báðum kostar heimilisrekstur 90.000 á mánuði. Hvað eiga Jón og Siggi mikið afgang þegar þeir hafa greitt það?
Svar: 10.000 og 910.000.
Tómstundir hvers barns kosta 25.000 á mánuði. Hvað eiga þeir mikið í afgang þegar þeir hafa greitt það?
Svar: Siggi á 860.000 en Jón á ennþá 10.000 því hann hefur ekki efni á að senda börnin sín í tómstundir.
Þeir fá báðir 10% launahækkun. A) Er það nóg til að börnin hans Jóns komist í tómstundir? B) Hvað eiga þeir mikinn afgang eftir þessa hækkun?
Svar: A) Nei, börnin hans Jóns komast ekki ennþá í tómstundir, það vantar enn 5.000 upp á að ANNAÐ barnið komist í þær.
B) Siggi á núna 960.000 í afgang, en Jón er komin í mínus, því hann þurfti að fara með annað barnið til læknis og hitt til tannlæknis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Færum Borgarbókasafnið í Safnahúsið

Björn Jón skrifar: Færum Borgarbókasafnið í Safnahúsið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðjónsson: Íbúðalánasjóður notaði ekki þær leiðir sem færar voru til áhættustýringar og því fór sem fór

Óttar Guðjónsson: Íbúðalánasjóður notaði ekki þær leiðir sem færar voru til áhættustýringar og því fór sem fór
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur fær nóg og skiptir um skoðun – „Ekki einni einustu þjóð hefur dottið til hugar að koma svona fram við þegna sína“

Vilhjálmur fær nóg og skiptir um skoðun – „Ekki einni einustu þjóð hefur dottið til hugar að koma svona fram við þegna sína“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hvatningarsjóður Kviku úthlutar styrkjum

Hvatningarsjóður Kviku úthlutar styrkjum