fbpx
Þriðjudagur 26.september 2023
Eyjan

Skýtur föstum skotum á Ásdísi vegna framgöngu hennar sem hafi laskað orðspor bæjarins – „Hlutir hafa verið keyrðir áfram af áberandi blindu og vanhæfni“

Eyjan
Miðvikudaginn 31. maí 2023 16:21

Vert er að taka fram að myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur R. Ingvason, náttúrufræðingur sem starfað hefur fyrir Náttúrufræðistofu Kópavogs í rúma tvo áratugi segir að ákvörðun meirihlutans í Kópavogi, um að loka Náttúrufræðistofu, hafi einkennst af leynd og þöggun. Hlutir hafi verið keyrðir áfram af áberandi blindu og vanhæfni.

Hann vekur athygli á þessu í pistli sem hann ritaði hjá Vísi í dag þar sem Haraldur segir að Kópavogsbær sé farinn í vegferð sem betur hefði mátt sleppa, eða í það minnsta undirbúa betur.

„Um er að ræða atlöguna að menningarhúsum bæjarins.“

Sökum starfa sinna einblínir Haraldur þó á Náttúrufræðistofu. Starfsfólk þar sé vel að sér í vistfræði og hafi á hreinu að þróun sé mikilvæg til að komast af. Starf stofunnar hafi endurspeglað þetta í fræðslu- og sýningarhaldi sem og með samvinnu við nágrannastofnanir og skóla á höfuðborgarsvæðinu. Eins hafi stofan unnið að eigin rannsóknarstarfsemi og samvinnu við helstu rannsóknar- og vísindastofnanir landsins.

„Þetta öfluga starf hefur vakið athygli langt út fyrir bæjarmörkin og þótt til fyrirmyndar.“

Spjallið hefði getað verið svona

Því hafi áhugi núverandi bæjarstjóra, Ásdísar Kristjánsdóttur, á starfseminni komið flestum að óvörum.

„Aðfarirnar hafa verið með ólíkindum og orðspor bæjarins hefur í kjölfarið laskast verulega. Auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir þetta, t.d. ef eftirfarandi samtal hefði einhvern tíma átt sér stað (verulega stytt útgáfa):

Bæjó: Góðan dag, ég vil að við hættum öllum þessum rannsóknum hér í Kópavogi og færum þær eitthvað annað. Mér finnst ekki kúl að vera með svoleiðis og svo veit ég ekki alveg með svona safn. Ég veit að þetta er metnaðarlaust af mér, safnið vinsælt, rannsóknarverkefnin útseld vinna og það allt, en mér er bara alveg sama. Hvernig eigum við að fara að þessu?

Nátt: Þetta er náttúrlega alveg arfaslæm hugmynd, en ef áhugi er fyrir henni þá þarf að ætla sér góðan tíma í stefnumörkun, kynningar og samningaviðræður við hagaðila og yfirfærslu verkefna. Ég mundi kannski segja svona ár í undirbúning sem þá fylgir fjárhagsárinu, og að lágmarki hálft ár í innleiðingu. Þetta er nefnilega nokkuð flókið mál.

Bæjó: Ok, flott. Auðvitað þarf þetta að fylgja fjárhagsárinu. Við hóum í helstu hagaðila og sérfræðinga í rannsókna- og safnamálum og útbúum raunhæfa tíma og kostnaðaráætlun.

(Annar og skynsamlegri svarmöguleiki hjá Bæjó hefði hinsvegar verið: „Já það er sennilega rétt að þetta sé ekkert spes hugmynd, sleppum þessu bara og höldum áfram með það frábæra starf sem þarna er í gangi.“)

Reyndin varð hins vegar sú að farið var farið í ferli sem einkennst hefur af leynd og þöggun, þar sem hlutir hafa verið keyrðir áfram af áberandi blindu og vanhæfni og afar takmarkaðri forsjá og yfirsýn.“

Eins og risaeðla sem skorti getu til rökhugsunar

Haraldur segir að hugurinn leiti nú ósjálfrátt alveg 67 milljónir ár aftur í tímann þegar sem risaeðlan Tyrannosaurus rex „óð um bramlandi og brjótandi, treysti á afl sitt til að rífa í sig nágranna sína og ættingja, og ógurlegt útlit til að vekja ótta þeirra sem hann var ekki að stanga úr tönnunum hverju sinni“. Hafi starfsemi miðtaugakerfis þessarar risaeðlutegundar hentað þeim lífsstíl vel, en hafi þó líklega takmarkað getu til rökhugsunar. Að lokum minnir Haraldur á að ef fólk vill berja slíka risaeðlu augum í dag, þá þurfi það að snúa sér einmitt að söfnum.

Ekki verður alhæft um hvers vegna Haraldur kaus að fjalla um risaeðluna í niðurlagi pistils síns en óhjákvæmilega grunar manni þó að þar sé Haraldur að líkja hugsunargangi og framkomu Ásdísar bæjarstjóra við lifnaðarhætti og rökhugsunargetu grameðlunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvatningarsjóður Kviku úthlutar styrkjum

Hvatningarsjóður Kviku úthlutar styrkjum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hanna Birna, Helgi og Heimir Fannar í stjórn Justikal

Hanna Birna, Helgi og Heimir Fannar í stjórn Justikal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir gagnrýni Bjarna og sjálfstæðismanna á Samgöngusáttmálann hitta þá sjálfa fyrir – sáttmálinn sé á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins

Segir gagnrýni Bjarna og sjálfstæðismanna á Samgöngusáttmálann hitta þá sjálfa fyrir – sáttmálinn sé á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrum forstjóri Ríkiskaupa stendur þétt við bakið á Söru Lind – „Ekki ábyrg fyrir starfsmannaveltu Ríkiskaupa“

Fyrrum forstjóri Ríkiskaupa stendur þétt við bakið á Söru Lind – „Ekki ábyrg fyrir starfsmannaveltu Ríkiskaupa“