fbpx
Þriðjudagur 26.september 2023
Eyjan

Aðalsteinn vill ekki lengur vera ríkissáttasemjari og lætur af embætti á morgun

Eyjan
Miðvikudaginn 31. maí 2023 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalsteinn Leifsson lætur af embætti ríkissáttasemjara að eigin ósk á morgun, 1. júní. Hann hefur gengt embættinu í þrjú ár eða frá 1. apríl 2020. Samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands hefur verið ákveðið að auglýsa embættið laust til umsóknar á næstu dögum en þar til nýr ríkissáttasemjari verður skipaður mun Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, tímabundið fara með embættið.

Ástráður er ekki ókunnugur starfinu, en hann var settur ríkissáttasemjari í vinnudeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins fyrr á þessu ári. Þá hafði Aðalstein óskað eftir því við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið að fá að víkja í deilunni, en Efling hafði áður krafist þess að Aðalsteinn véki sæti sökum meints vanhæfis. Taldi Efling að Aðalsteinn hefði gefið tilefni til að óhlutdrægni hans yrði dregin í efa eftir að hann lagði fram miðlunartillögu án þess að hafa ráðgast fyrst við Eflingu. Þar sem tillagan var samhljóma tilboði sem Samtök atvinnulífsins höfðu áður lagt fram í deilunni taldi Efling ljóst að Aðalsteinn væri ekki að gæta þeirra hagsmuna í deilunum.

Aðalsteinn hafði áður leitt daglegan rekstur EFTA sem og skrifstofu aðalframkvæmdastjóra EFTA. Samhliða því starfaði hann sem lektor við Háskólann í Reykjavík þar sem hann kenndi meðal annars samningatækni og lausn deilumála. Hafði hann svo starfað sem aðstoðarríkissáttasemjari í um ár áður en hann hlaut skipun í embætti ríkissáttasemjara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvatningarsjóður Kviku úthlutar styrkjum

Hvatningarsjóður Kviku úthlutar styrkjum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hanna Birna, Helgi og Heimir Fannar í stjórn Justikal

Hanna Birna, Helgi og Heimir Fannar í stjórn Justikal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir gagnrýni Bjarna og sjálfstæðismanna á Samgöngusáttmálann hitta þá sjálfa fyrir – sáttmálinn sé á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins

Segir gagnrýni Bjarna og sjálfstæðismanna á Samgöngusáttmálann hitta þá sjálfa fyrir – sáttmálinn sé á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrum forstjóri Ríkiskaupa stendur þétt við bakið á Söru Lind – „Ekki ábyrg fyrir starfsmannaveltu Ríkiskaupa“

Fyrrum forstjóri Ríkiskaupa stendur þétt við bakið á Söru Lind – „Ekki ábyrg fyrir starfsmannaveltu Ríkiskaupa“