fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Eyjan

Seðlabankinn hleður í snjóhengju á íbúðamarkaði, segir þingmaður Framsóknar

Eyjan
Fimmtudaginn 18. maí 2023 16:30

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar, telur háa vexti Seðlabankans stuðla að alvarlegum vanda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaður Framsóknar segir harkalegar aðgerðir Seðlabankans stuðla að neyðarástandi á íbúðamarkaði þar sem nú safnist í snjóhengju kynslóða sem komist ekki út á íbúðamarkaðinn en muni ryðjast þangað á einhverjum tímapunkti með alvarlegum afleiðingum.

Samkvæmt greiningu Samtaka iðnaðarins, sem kynnt var í byrjun mánaðar, fækkar íbúðum í byggingu um 65 prósent á næstu tólf mánuðum miðað við tólf mánuðina á undan.

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir í aðsendri grein á Eyjunni helstu ástæðuna vera miklar vaxtahækkanir Seðlabankans og hert skilyrði bankans um veðhlutfall og greiðslumat.

Þingmaðurinn segir Seðlabankann með þessu vera að hlaða í snjóhengju kynslóða sem ekki komist inn á húsnæðismarkaðinn nú en muni á einhverjum tímapunkti ryðjast út á markaðinn með miklum afleiðingum að óbreyttu.

Segir hann hávaxtastefnu Seðlabankans vera verðbólguhvetjandi vítahring hækkandi húsnæðisverð og vaxta. Hann segir fólki með góða greiðslugetu sem borgi háa húsaleigu vera haldið af fasteignamarkaði og lausar íbúðir endi nú í höndum fjármagnseigenda, hinir ríku verði ríkari á meðan venjulegt fólk sé dæmt til vistar á leigumarkaði.

Ágúst Bjarni gagnrýnir einnig sveitarfélögin fyrir að útvega ekki nægilegt nýtt byggingarland. Hann telur mikilvægt að stíga skref til baka og létta reglur um veðsetningu lána fyrstu kaupenda, auk þess sem rétt sé að horfa til raunverulegrar greiðslugetu.

Þingmaðurinn vill tímabundnar sértækar aðgerðir í þágu þeirra sem fyrirhuga byggingu hagkvæmra íbúða á næstu mánuðum og nefnir að undanskilja megi þá aðila frá fyrirhugaðri lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts úr 60 prósentum í 35 prósent vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði.

Þá vill hann lífeyrissjóðina inn í uppbyggingu leigumarkaðar og telur nauðsynlegar lagabreytingar vegna þess ekki fyrirstöðu.

Grein Ágústs Bjarna má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð