fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

„Pútín er snjall gaur“ – Kalt vatn rennur milli skins og hörunds margra vegna ummæla Trump

Eyjan
Mánudaginn 15. maí 2023 04:15

Pútín og Trump á göngu fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump sækist eftir að verða frambjóðandi Repúblikana til embættis forseta Bandaríkjanna á næsta ári. Hann er þegar farinn að halda fjöldafundi og koma fram í sjónvarpi til að reyna að afla sér stuðnings.

Honum hefur nú tekist að gera stríðið í Úkraínu að aðalefni kosningabaráttu sinnar með því að vilja ekki lýsa yfir stuðningi við Úkraínu og með því að láta bandamenn Bandaríkjanna hafa það óþvegið.

Í Evrópu, bæði hjá ESB og NATO, hafa margir áhyggjur af framboðsbrölti Trump og mega varla hugsa til þess að hann komist aftur í Hvíta húsið.

Nýleg ummæli Trump hafa ekki dregið úr áhyggjunum innan ESB og NATO en í þættinum „Town Hall“ á CNN í síðustu viku kom hann sér hjá því að svara hvort hann styðji Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi.

Hann sagði Úkraínu vera land, langt í burtu, sem væri í stríði við Rússland. Hann sagði aðeins að markmið hans væri að koma í veg fyrir að bæði Rússar og Úkraínumenn falli í stríðinu og fullyrti að ef hann verður kosinn forseti geti hann bundið enda á stríðið á 24 klukkustundum.

Hann vildi ekki segja að Vladímír Pútín sé stríðsglæpamaður en dró ekki af sér við að úthúða evrópskum bandamönnum Bandaríkjanna fyrir að leggja ekki nóg af mörkum fjárhagslega við varnir Úkraínu.

Trump hefur áður verið kallaður „strengjabrúða Pútíns“ og það voru einmitt orðin sem Chris Christie, fyrrum ríkisstjóri, notaði um Trump að þættinum loknum. Christie íhugar nú að takast á við Trump um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikana.

Stjórnmálaskýrendur segja að ummæli Trump séu „óhefðbundin“ og „popúlísk“ og „klassísk Trump ummæli“. Hann reyni einfaldlega að gera málið að eins „popúlísku“ máli og hægt sé.

Eins og svo oft áður þá lætur Trump stór orð falla en kemur ekki með neinar áætlanir um hvernig hann ætlar að framkvæma hlutina, til dæmis um hvernig hann ætlar að stöðva stríðið á 24 klukkustundum.

Í þættinum vildi Trump ekki svara hvort hann vilji að Úkraína vinni stríðið. „Ég hugsa ekki um að vinna eða tapa. Ég hugsa um að binda enda á þetta, svo við getum bundið enda á allt þetta mannfall,“ sagði hann.

Þegar þáttastjórnandinn spurði hann enn einu sinni um hvern hann styðji í stríðinu brást hann við með að ráðast á evrópska bandamenn Bandaríkjanna og gaf þar með í skyn að ef hann verður kjörinn forseti á nýjan leik geti Evrópa og Úkraína ekki gengið að því sem vísu að hann muni halda áfram að styðja varnarbaráttu Úkraínu eins og Joe Biden, núverandi forseti, gerir.

Hann sagði síðan að Pútín sé „snjall gaur“ sem hefur bara gert „stór mistök“. „Hann hefði aldrei gert þetta ef ég væri forseti,“ bætti hann við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum