fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar – Ólíkir foringjar

Eyjan
Sunnudaginn 23. apríl 2023 16:30

Bjarni Benediktsson og Kristrún Frostadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástæður þess að öðruvísi er um að litast á tindi íslenskra stjórnmála nú um stundir eru af tvennum toga.

Samfylkingin mælist ekki einasta með yfir tuttugu prósenta fylgi, eins og hver skoðanakönnunin af annarri staðfestir, heldur virðist það jafnvel enn geta aukist – og nálgast gamalkunnug 30 prósentin sem reyndist vera niðurstaða þingkosninganna 2009.

Þá sýna sömu kannanir að Samfylkingin mælist ítrekað yfir Sjálfstæðisflokknum, en sá gamli valdaflokkur er ekki svipur hjá sjón frá því hann bar höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka á löngum köflum síðustu aldar.

Hann hefur í reynd ekki náð afturbata frá því hann fékk það óþvegið í þingkosningunum eftir efnahagshrunið haustið 2008, en þegar vora tók eftir þann veturinn var eftirtekjan innan við 24 prósent sem var sögulegt afhroð.

Sigmundur Ernir Rúnarsson

Það afhroð virðist vera að festast við Sjálfstæðisflokkinn.

Og þótt vissulega sé hér um skoðanakannanir á miðju kjörtímabili að ræða – og kosningar séu ávallt sá raunverulegi mælikvarði á styrk og stöðu stjórnmálaflokkanna sem telur og færir þeim völd, er engu að síður ekki úr vegi að velta fyrir sér þessum hreyfingum sem nú virðist vera á fylgi þeirra.

Kristrún er farangurslaus

Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem annar flokkur en íhaldið mælist mánuðum saman á toppi íslenskra stjórnmála – og það vel utan skekkjumarka.

Þá er eitthvað að gerast.

Og það sem er einmitt að gerast er að nýr og traustur stjórnmálaforingi hefur stigið fram og hefur sýnt á sannfærandi máta að það er mikið í hann spunnið. Og það sem er hvað mest áberandi í fari hans er að umræddur leiðtogi er óhræddur við að taka ákvarðanir, jafnvel þær sem geta hitt samherjana illa fyrir.

En það sem mestu varðar í tilviki Kristrúnar Frostadóttur er að hún er farangurslaus. Hún ferðast létt inn á pólitíska sviðið – og er ekki plöguð af pjönkum og koffortum sem ekki er þorandi að opna á almannafæri.

Og það er kominn tími á slík heilindi.

Dregur kerruna á eftir sér

Bjarni Benediktsson dregur aftur á móti kerruna á eftir sér. Það verður ekki litið framhjá því. Hann getur hvergi komið sér fyrir í íslenskri pólitík nema að vagninn fylgi með.

Þar fyrir utan er hann vitaskuld vígamóðari en Kristrún Frostadóttir. Annað væri það nú. Árin eru að verða fjórtán sem hann hefur setið á stóli formanns Sjálfstæðisflokksins á sveiflukenndum tímum efnahagshruns, uppgangs og heimsfaraldurs, að viðbættu einu Evrópustríði sem ekki sér fyrir endann á.

Það grillir því bæði í sólarlag og sólarupprás í íslenskri pólitík líðandi stundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Fleiri þurfa að koma að rekstri skóla

Björn Jón skrifar: Fleiri þurfa að koma að rekstri skóla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
EyjanFastir pennar
26.10.2025

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
25.10.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu