fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Tryggvi Rafnsson nýr formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 9. mars 2023 10:48

Tryggvi Rafnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggvi Rafnsson leikari var kosinn formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði á aðalfundi mánudaginn 6. Mars. Hann tekur við af Jóni Grétari Þórssyni, sem tók við sem gjaldkeri landsflokks Samfylkingarinnar eftir síðasta landsþing. Tryggvi var valinn Hafnfirðingur ársins árið 2021 og vakti hann mikla athygli þegar hann lék forseta Íslands í áramótaskaupinu fyrir nokkrum árum. Tryggvi gaf út sína fyrstu ljóðabók, Ég, í fyrra, en hún fjallar á opinskáan hátt um glímu höfundarins við geðveikina. Textarnir eru bæði ljóðrænir og aðgengilegir og opna þannig leið inn í umræðu sem mörgum reynist erfið. Hlaut Tryggvi mikið lof fyrir bókina.

Nýja stjórn Samfylkingarinnar skipa, Gauti Skúlason, Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Hildur Guðmundsdóttir, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, Jón Grétar Þórsson, Kolbrún Lára Kjartansdóttir og Ófeigur Friðriksson. Auður Brynjólfsdóttir og Stefán Már Gunnlaugsson voru kjörin sem skoðunarmenn reikninga og að auki voru Sigrún Sverrisdóttir, Árni Rúnar Þorvaldsson og Valgerður María Guðmundsdóttir kosin í kjörstjórn.

Á fundinum var farið yfir skýrslu stjórnar og stiklað á því sem unnið hefur verið í félaginu frá því að fráfarandi stjórn tók við. Jafnframt fóru almenn aðalfundarsköp fram með hefðbundnum hætti. Góðar umræður áttu sér stað undir 10. dagskrárlið um önnur mál, þar sem félagar deildu hugmyndum um framtíðarsýn sína á félagið. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg