fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Eyjan

Svara fyrir umræðuna um Lindarhvol og segja ólöglegt að birta skýrsluna – „Frá upphafi var lögð áhersla á gagnsæi“

Eyjan
Fimmtudaginn 9. mars 2023 19:10

Bjarni Benediktsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar um málefni Lindarhvols. Þar segir að frá upphafi hafi áhersla verið lögð á gagnsæi um störf félagsins og upplýsingar hafi verið birtar jafnóðum og sölur fóru fram.

„Að gefnu tilefni vegna fjölmiðlaumfjöllunar og þingfyrirspurna þar um eru hér áréttuð nokkur atriði til að halda til haga staðreyndum varðandi félagið Lindarhvol,“ segir í tilkynningu.

Þar er rakið að í tengslum við nauðasamninga gömlu bankanna og undanþágu þeirra frá gjaldeyrishöftum hafi farið fram uppgjör við stjórnvöld undir árslok 2015 sem fól í sér að slitabúin lögðu fram svonefnd stöðuleikaframlög sem runnu í ríkissjóð.

„Þau samanstóðu af lausu fé, framsalseignum, skilyrtum fjársópseignum, eignarhluta í Íslandsbanka og skuldabréf með veði í Arion banka, alls að andvirði 384 ma.kr.“ 

Áhersla á gagnsæi

Með lagasetningu vegna viðtöku þessara eigna hafi fjármála- og efnahagsráðherra verið falið að setja á fót félag til að annast um, eftir atvikum, umsýslu, fullnustu eða sölu hluta þessara eigna. Á þeim forsendum hafi Lindarhvol verið stofnað með lögum. Ráðherra hafi gert samning við félagið með það að markmiði að félagið hámarkaði verðmæti eignanna og lágmarkaði kostnað við umsýslu þeirra á sem skemmstum tíma, allt í því skyni að auðvelda niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs og lækka fjármagnskostnað.

„Frá upphafi var lögð áhersla á gagnsæi um störf Lindarhvols og upplýsingar birtar um kaupendur eigna sem Lindarhvoll sá um að selja ásamt öðrum upplýsingum um söluferlin. Þær voru birtar jafnóðum á vefsvæði Lindarhvols og í greinargerðum sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi Alþingi og birti á vef sínum.“

Vinnuskjal sem er ólöglegt að birta

Ríkisendurskoðun hafi haft eftirlit með framkvæmd samnings milli ráðherra og Lindarhvols. Markmiðið með skýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var árið 2020 hafi verið að kanna framkvæmd samningsins.

„Komið hefur fram kvörtun frá einum bjóðanda, Frigus II ehf., í tengslum við eina sölu á vegum Lindarhvols. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar, þar sem var ítarlega farið yfir þá tilteknu sölumeðferð, var ekki tekið undir þær athugasemdir.“

Þar sem fyrrum ríkisendurskoðandi hafi verið vanhæfur í málinu hafi tímabundið verið settur ríkisendurskoðandi, sem var Sigurður Þórðarson, til að annast eftirlitið. Svo þegar nýr ríkisendurskoðandi hafi tekið til starfa hafi hann eðlilega tekið við verkefninu.

Sigurður hafi unið vinnuskjal sem nýr ríkisendurskoðandi hafi tekið við og nýtt að hluta í endanlega skýrslu.

Það sé svo að ólöglegt sé að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber. Þetta hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál ítrekað kveðið á um. Ráðuneytinu sé skylt að hlíta úrskurðum nefndarinnar og þar með óheimilt að birta vinnuskjalið. Engu máli skipti hver afstaða ráðherra og ráðuneytisins sé í því samhengi.

Með tilkynningu fylgdi svo listi yfir seldar eignir í umsýslu Lindarhvols og kaupendur þeirra. En ítrekað er þó að upplýsingarnar hafi ávallt verið birtar jafnóðum á áðurnefndu vefsvæði Lindarhvols og líka í greinargerðum til Alþingis og öðrum gögnum.

Listann má sjá hér

Meirihluti Alþingis hafnar fyrirspurn

Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur harðlega barist fyrir því að greingargerð Sigurðar verði birt og hefur verið bent á að upplýstingar í henni eigi ekki að fara leynt enda varði þetta hundruða milljarða eignir almennings.

Meirihluti Alþingis hafnaði á mánudag því að Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fengi að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðarinnar. Jóhann Páll hefur þó ekki gefist upp og hefur lagt fram aðra fyrirspurn sem varðar bréf og gögn sem gengið hafa milli þingforseta og stjórnvalda en einnig um samantekt sem fyrrverandi ríkisendurskoðandi sendi forsætisnefnd þar sem athugasemdir voru gerðar við skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol frá 2020.

Ríkisendurskoðandi, Guðmundur Björgvin Helgason, hefur sagt það forkastanlegt hversu hart hefur verið gengið fram að fá greinargerðina opinberaða. Það stangist beinlínis á við lög um Ríkisendurskoðun að birta greingargerðina. Hann sagðist í samtali við Vísi ekki vilja segja neitt semmætti túlka sem brot á þagnarskyldu.

„En auðvitað á að knýja á um að þessi greinargerð komi fram. Ég veit ekki í hvaða samfélagi við búum? Þetta mál fær mann til að spyrja sig: Hvað er þingið?“

Sigurður Þórðarson hefur þó sagt að hann furði sig á því að greinargerð hans hafi ekki verið gerð opinber og hafi hann ekki fengið svör við fyrirspurn sinn um hvað það væri í greinargerð hans sem þoli ekki dagsins ljós.

Stjórn Lindarhvols hefur þó lagst alfarið gegn því að greingargerðin verði opinberuð.

Sögusagnir hafa gengið um að Lindarhvol hafi komið eignum í hendur vildarvina sem hafi greitt fyrir þær á undirverði og hefur Frigus stefnt ríkinu og telur félagið sig hafa orðið að verulegum hagnaði þegar tilboði þeirra í Klakka ehf var ekki tekið árið 2016.

Lindarhvoli hefur þó verið gert að veita Frigus II. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingi en þar er fjallað um hvort veita eigi blaðamanni greingargerð Sigurðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég geng stolt frá borði og sé ekki eftir neinu“

„Ég geng stolt frá borði og sé ekki eftir neinu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín og Þórdís hitta Selenskíj í dag

Katrín og Þórdís hitta Selenskíj í dag
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Íran og Sádi-Arabía taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik

Íran og Sádi-Arabía taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik
Eyjan
Fyrir 1 viku

Líkamsstaða Halldórs Benjamíns í viðtali vekur furðu – „Jæja. Hvað er í gangi? Ég er í alvörunni forvitinn“

Líkamsstaða Halldórs Benjamíns í viðtali vekur furðu – „Jæja. Hvað er í gangi? Ég er í alvörunni forvitinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Elva Hrönn segir Ragnar Þór snúa út úr – Segir hann hafa verið ósáttan við mótframboðið

Elva Hrönn segir Ragnar Þór snúa út úr – Segir hann hafa verið ósáttan við mótframboðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ofurlaun íslenskra forstjóra – Alltaf verið að bæta við bónusum ofan á há föst laun

Gagnrýnir ofurlaun íslenskra forstjóra – Alltaf verið að bæta við bónusum ofan á há föst laun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir „embættisafglöp“ Dags borgarstjóra – „Hér stefn­ir í að borg­ar­stjóri geri af­drifa­rík mis­tök í starfi“

Gagnrýnir „embættisafglöp“ Dags borgarstjóra – „Hér stefn­ir í að borg­ar­stjóri geri af­drifa­rík mis­tök í starfi“