fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Ragnar sakar Elvu Hrönn um ósannindi – Hún muni ekki missa starfið ef hann verður endurkjörinn

Eyjan
Fimmtudaginn 9. mars 2023 11:06

Ragnar Þór Ingólfsson og Elva Hrönn Hjartardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekkert sé fjarri sanni en að Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, muni missa vinnuna sína ef Ragnar hefur betur í formannsslaginum sem nú er í algleymi. Fullyrðir Ragnar að hún hafi sjálf sagt að hún muni segja starfi sínu lausu.

Elva Hrönn er eini mótframbjóðandinn gegn Ragnari Þór en formanns- og stjórnarkjör í VR hófst í gærmorgun og mun standa yfir í rúmlega viku, eða til hádegis næsta miðvikudags. Kosningabaráttan var í skugga kjaradeilu Eflingar og SA lengi vel en sprakk upp á yfirborðið um síðustu helgi þegar frambjóðendurnir tókust harkalega á í Silfrinu á RÚV. Í morgun birtist svo viðtal við Elvu Hrönn í Dagmálum Morgunblaðsins þar sem hún fullyrti að Ragnar Þór hefði gert sér það ljóst að henni væri ekki stætt í starfi ef að hann yrði endurkjörinn. Það segir Ragnar að sé ósatt.

Segir Elvu Hrönn að einbeita sér að málefnum en ekki dylgjum

„Ekkert er fjarri sanni í þeim efnum og reyndar var það þannig að þegar hún tilkynnti mér að hún ætlaði að bjóða sig fram tók hún það skýrt fram, að fyrra bragði, að hún myndi láta af störfum fari kosningin ekki á hennar veg.
Svo því sé haldið til haga, og þarf ég líklega ekki að taka það fram, þá er starf formanns VR undir á tveggja ára fresti hjá félaginu. Ég hef hins vegar ekki haft hugmyndarflug í að nota það sem sérstakt kosningamál hvorki nú né nokkurn tíma. Og það sama má örugglega segja um kjörna fulltrúa almennt,“ skrifar Ragnar í færslu á Facebook-síðu sinni.

Hann segist óska þessa að Elva Hrönn einbeiti sér frekar að málefnum og lausnum frekar en slíkum dylgjum.

„Starf forystufólks í stéttarfélögum snýst fyrst og síðast um hagsmuni félagsfólks. Ég kalla eftir frekari innsýn í þau málefni, lausnir og hugmyndir sem mótframbjóðandi minn hefur fram að færa heldur en að dylgja um að ég eða aðrir hafi með einhverjum hætti ógnað starfsöryggi hennar persónulega, sem er fjarri sanni,“ skrifar Ragnar.

Hann segir að mikið sé í húfi enda eru, að hans mati, mikilvægustu kjaraviðræður síðari ára framundan þar sem „framtíð og afkomuöryggi fólks á húsnæðismarkaði er undir.“

Hér má lesa færslu Ragnars Þórs í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli