fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Eyjan

Trump segist geta stöðvað stríðið í Úkraínu á einum degi – Vill hætta öllum stuðningi við Úkraínu

Eyjan
Þriðjudaginn 7. mars 2023 09:00

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin eiga að hætta að eyða peningum í að styðja Úkraínu í að verjast innrás Rússa. Í raun ætti hluti af Úkraínu að tilheyra Bandaríkjunum sem endurgjald fyrir þann mikla hernaðarstuðning sem núverandi ríkisstjórn hefur látið Úkraínu í té.

Þetta sagði Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, þegar hann ávarpaði flokksráðstefnu Repúblikana, CPAC, aðfaranótt sunnudags.

Trump ætlar að reyna að verða forseti á nýjan leik þegar kosið verður 2024 og nýtti ráðstefnuna til að segja flokkssystkinum sínum hvað hann ætlar að gera ef hann verður kjörinn forseti.

„Efst á lista mínum er að stöðva þessi skref okkar í átt að dýrum stríðum sem lýkur aldrei. Við verðum að stöðva þetta. Við getum ekki eytt hundruðum milljarða dollara í að vernda fólk sem líkar ekki einu sinni við okkur,“ sagði Trump meðal annars.

Að vanda hafði hann mikla trú á eiginn hæfileikum og getu og sagðist geta bundið enda á stríðið um leið og hann verður kjörinn forseti. „Þetta verður leyst hratt. Hratt. Ég leysi vandamálið og það hratt, það mun ekki taka mig meira en einn dag,“ sagði hann.

Hann sagðist auðveldlega geta fengið Zelenskyy og Pútín til að ná saman. „Ég veit nákvæmlega hvað ég á að segja við þá báða. Ég náði vel saman við þá báða. Ég náði vel saman við Pútín,“ sagði hann.

Síðan sagði hann að það hefði verið hann sem hefði stöðvað lagningu Nord Stream 2 gasleiðslunnar og að Pútín bæri virðingu fyrir sér. „Mér kom vel saman við Pútín, jafnvel þótt það hafi verið ég sem stöðvaði gasleiðsluna hans,“ sagði Trump og gleymdi að nefna að gasleiðslan var lögð eins og til stóð og var í notkun þar til síðasta haust þegar göt voru sprengd á hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu