fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Sakar Elvu Hrönn um aðdróttanir og rangfærslur í garð Ragnars Þórs – Telur að VG standi á bak við aðförina í VR

Eyjan
Sunnudaginn 5. mars 2023 17:53

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Elva Hrönn Hjartardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, sakar Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda til formannsembættis VR, um rangfærslur og aðdróttanir í garð Ragnars Þórs Ingólfssonar, sitjandi formanns.

Þetta kemur fram í aðsendri grein Ásthildar Lóu sem birtist á Vísi skömmu eftir að Elva Hrönn og Ragnar Þór tókust á í Silfrinu á RÚV.

Sjá einnig:Tókust hraustlega á í Silfrinu – ,,Ég vil að þú komir hreint fram, Ragnar“

Gat ekki orða bundist

Segist Ásthildur Lóa ekki geta orða bundist eftir þáttinn og segist geta fullyrt að fáir eða engir hafi barist jafn vel fyrir réttindum venjulegra launþega á húsnæðismarkaði og Ragnar Þór.

Þingmaðurinn segir að Ragnar Þór hafi lyft grettistaki Ragnar Þór og hann hafi, ásamt nokkrum öðrum, breytt verkalýðshreyfingunni úr því að vera „þæg og meðfærileg“ í afl sem ekki er hægt að hunsa.

Í Silfrinu sakaði Elva Hrönn Ragnar Þór um að hafa tafið uppbygginguna hjá íbúðafélaginu Blæ sem hefur tekið langan tíma að komast á skrið. Hann hafi dregið það að skila inn gögnum en það sagði Ragnar Þór að væri fjarri sannnleikanum og að töfin væri á ábyrgð ASÍ.

Segir Ragnar hafa verið miður sín útaf átökunum

Undir þetta tekur Ásthildur Lóa og segir að hún hafi upplifað hvernig Ragnar Þór hafi sífellt upplifað meiri vonbrigði vegna þess að hann komst ekkert áfram með málið innan ASÍ.

„Fyrst sagðist hann ekki skilja hvað væri að tefja málin en þegar leið á sannfærðist hann um að þáverandi forseti ASÍ væri leynt og ljóst að vinna gegn Blæ leigufélagi. Hann, ásamt sínu fólki, var búin að útvega lóðir og fjármagn, en allt sat fast inn í ASÍ,“ skrifar þingmaðurinn.

Hún segir að það sé sér sérstaklega minnisstætt eitt sinn sem að hún náði í Ragnar Þór eftir átakfund vegna Blæs.

„Hann var algjörlega miður sín yfir átökunum og þeim tíma sem var að tapast fyrir þá sem á þurftu að halda. Ég fann þá hversu hart hann hafði þurft að berjast og hversu mikið hann tók það inn á sig að geta ekki hnikað málum áfram,“ skrifar Ásthildur Lóa.

Þræðirnir liggja til VG

Hún segir að fram að formennsku Ragnars Þórs hafi pólitíkin haft mikil ítök innan verkalýðshreyfingarinnar en ein af fáum undantekningum frá því hafi verið Vilhjálmur Birgisson.

„Það var mikil blóðtaka fyrir pólitíkina að missa VR úr höndum sínum og við skulum ekki ímynda okkur að hún sé ekki að reyna að ná áhrifum sínum á ný, því sjálfstæðir verkalýðsleiðtogar með sannfæringu sem ekkert fær haggað, eru erfiðir fyrir pólitík og atvinnurekendur en góðir fyrir launafólk,“ skrifar Ásthildur Lóa.

Hún bendir hins vegar á að þrír stórir leikendur í málinu tengist Vinstri-Grænum. Þar sé um að ræða Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ og framkvæmdastjóra VG frá 2006 – 2010, Höllu Gunnarsdóttur, sem hefur gegnt mörgum trúnaðarembættum fyrir VG og sækist nú eftir stjórnarsæti í VR og Elva Hrönn sjálf sem að hefur einnig gegn trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.

Stórslys ef Elva Hrönn og Halla komast að

Eins og fyrr segir sat Elva Hrönn í stjórn VG fram til 3. febrúar, sama dag og hún tilkynnti framboð sitt til formanns VR. Í meðfylgjandi skjáskoti úr fréttabréfi VG, má sjá að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þakkaði Elvu persónulega fyrir samstarfið.

„Já þeir liggja víða þræðirnir ef að er gáð. Ferill VG í húsnæðismálum er blóði drifinn, svo ekki sé tekið sterkar til orða og við vitum öll hvernig „félagslegt réttlæti“ VG er í raun. Hrikaleg staða í heilbrigðiskerfinu og botnlaust dekur við sérhagsmunaöflin,“ skrifar Ásthildur Lóa.

Að hennar mati yrði það stórslys ef að Elva Hrönn og Halla Gunnarsdóttir kæmust til áhrifa innan VR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“