fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Björn Leví segir Mogganum að hætta að dylgja um sig – „Hóstið því upp úr ykkur“

Eyjan
Sunnudaginn 26. mars 2023 16:24

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví, þingmaður Pírata, biður Staksteina Morgumblaðsins um að hætta dylgjum um sig og segja hreint út hverra hagsmuna dálkahöfundar telji hann vera að ganga. Tilefni þessara orðaskipta er ágreiningur um rafvopnavæðingu lögreglunnar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra setti nýlega reglugerð sem heimilar lögreglu að bera rafbyssur. Ákvörðunin var ekki borin undir þing eða ríkissstjórn. Tekist var á um þetta í Alþingin í vikunni, en við gefum Staksteinum orðið:

„Af ein­hverj­um ástæðum er sum­um mikið í mun að veikja lög­regl­una og gera störf lög­reglu­manna hættu­legri með því að koma í veg fyr­ir að þeir geti varið sig og aðra. Hef­ur þetta komið ber­lega í ljós í umræðum um raf­byss­ur. Pírat­inn Björn Leví spurði dóms­málaráðherra út í ákvörðun hans um að koma slík­um varn­ar­tækj­um í hend­ur lög­reglu­manna, meðal ann­ars með vís­an til um­mæla for­sæt­is­ráðherra og umboðsmanns Alþing­is í þessu sam­bandi.

Dóms­málaráðherra sagði að niðurstaða umboðsmanns hefði verið skýr um að eng­in lög hefðu verið brot­in. Ráðherra hefði verið í full­um rétti. Þá benti dóms­málaráðherra á að árið 1999 hefðu verið sett­ar regl­ur um vopna­b­urð þar sem ákveðið hefði verið að heim­ila raf­byss­ur við sér­stak­ar aðstæður. Heim­ild­in hefði því verið til staðar.“

Í lok pistilsins kemur sneið til Björns sem hann krefst nú skýringar á. Þar segir: „Al­menn­ing­ur hlýt­ur að velta því fyr­ir sér hver er bætt­ari með því að veikja lög­regl­una og hverra er­inda gagn­rýn­end­ur eru að ganga.“

Björn Leví birtist skjáskot af pistlinum á Facebook og segir:

„Hverra erinda er ég að ganga „hæstvirtir“ nafnlausu staksteinar?

Hóstið því upp úr ykkur í staðinn fyrir að vera með einhverjar dylgjur“

Líflegar umræður um vopnaburð lögreglu eru undir færslunni sem opna má með því að smella hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar